Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 112
110
Hlín
Úr skýrslum þingsins:
Samband Bandalags kvenna í Reykjavík, 8 fjelög.
Enginn styrkur.
Samband Gullbringu- og Kjósarsýslu, 4 fjelög, 135
meðlimir. Enginn styrkur.
Samband Sunnlenskra kvenna, 23 fjelög, 640 meðlim-
ir. — 2500 kr. frá Alþingi til húsmæðrafræðslu. 400 kr.
til almennrar starfsemi.
Samband Austfirskra kvenna, 15 fjelög. — 400 kr. frá
Alþingi. 200 kr. frá Búnaðarsamb. Austurlands. 100—
150 kr. frá Suður-Múlasýslu.
Samband Norðlenskra kvenna, 22 fjelög. — Erá Al-
þingi 400 kr.
Samband vestfirskra kvenna, 10 fjelög, 470 meðlim-
ir. — Frá Alþingi 400 kr.
Samband Breiðfirskra kvenna, 10 fjelög. — Frá Al-
þingi 400 kr. — Frá Búnaðarsamb. Snæfells- og Dala-
sýslu 250 kr. árið 1935.
Samband Borgfirskra kvenna, 9 fjelög, 240 meðlimir.
— Frá Alþingi 400 kr.. Frá hverju sýslufjelagi 80 kr.
Þessar samþyktir voru gerðar meðal annars:
„Um leið og vjer, fulltrúar á 4. landsþingi Kvenfje-
lagasambands íslands, þökkum Alþingi og ríkisstjórn
fyrir að hafa viðurkent þörf þjóðarinnar fyrir aukna
húsmæðrafræðslu í landinu, getum vjer eigi látið hjá
líða að láta í ljósi óánægju allra kvenfjelagasambanda
landsins yfir því atferli að semja og afgreiða lög um
húsmæðrafræðslu í sveitum og húsmæðrakennaraskóla,
án þess að gefa konum íhlutunar- og ákvörðunar-rjett í
málinu.
Jafnframt leyfum vjer oss að skora á ríkisstjórnina
að skipa hið fyrsta vel hæfar konur til þess að semja
eða takan virkan þátt í samningi laga um húsmæðra-