Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 24
22
Hlín
Norður-Evrópu þoli vel kuldann vestra fyrsta vetur-
inn, vegna þess að blóðið í þeim sje þykkra! Svo jeg
kveið engu, enda þurfti ekki til að taka.
Jeg sótti svo vel að gömlu íslensku fylkjunum, Mani-
toba og Norður-Dakota, að hveitiuppskera var þar með
betra móti, en í vesturfylkjunum Saskatchewan og
Alberta, þar sem einnig er margt um íslendinga, var
víða alger uppskerubrestur, og var s.l. sumar, að því
er margar bygðir snerti, 7. sumarið er hveitiuppskera
hafði brugðist vegna úrkomuleysis. — Fyrir 10 árum
voru þessi fylki hin bestu hveitilönd Canada og hagur
manna mjög blómlegur. — Nú er svo komið, að þús-
undir mílna, bæði í Bandaríkjunum og Canada, eru svið-
in af sólbruna vegna úrkomuleysis, svo til auðnar og
stórvandræða horfir. — Fjöldi manna lifir á stjórnar-
styrk og margir ganga slippir og snauðir frá eigum
sínum: Löndum og húsum.
Auðvitað eru á öllu þessu svæði fjölda margt ann-
ara atvinnuvega en hveitirækt, landið er ríkt af kol-
um, olíu og málmum, vötnin full af fiski og skógarnir
af loðdýrum. — Verslun öll er greiðari nú en fyrir
nokkrum árum og atvinna meiri. — En fyrir landbún-
aðinn eru erfiðleikarnir margir og miklir á stórum
svæðum. — Áveitur eru það eina sem bætt geta úr
þessu vandræðaástandi, enda er þegar mikið búið að
gera í því efni.
Nú eru Bandaríkin með stórvirki á prjónunum,
feykilega mikla áveitu í Klettafjöllunum, fyrirtæki,
sem talið er að verði hið mesta og dýrasta mannvirki
í heimi, þegar búið er (nokkuð af því er þegar full-
gert). — Þetta er uppástunga Roosvelts forseta og hans
manna, og hann var þar vestur frá s. 1. haust til þess
að yfirlíta verkið. Þangað hygst hann að geta flutt
miljónir manna af þurkasvæðinu.
Ameríkumenn eru stórvirkir og láta sjer ekki allt