Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 79
I
Hiin 77
hinir erfiðu tímar kenna mönnum það. Loks gengur
móðurinn í lið með þessari stefnu og er það jafnan
drjúgur liðsauki.
Margt er gert til að viðhalda og örfa áhuga manna
fyrir handavinnu. Sýningar eru haldnar árlega í öll-
um ríkjum Bandaríkjanna og í öllum fylkjum Canada
seinni part sumars og er þar sýnd öll framleiðsla lands-
ins: jarðargróði hverskonar, búpeningur o. fl. þ. h. í
sambandi við þær sýningar er og ætíð stór handavinnu-
deild og eru veitt verðlaun fyrir alla vel gerða handa-
vinnu og fyrir nýjar og gagnlegar hugmyndir á því
sviði. Hafa íslendingar oft tekið þar verðlaun. Einnig
eru þjóðbúningasýningar hafðar við og við og menn
mjög hvattir til að halda þjóðbúningunum í heiðri.
Verðlaun veitt fyrir þá bestu og hafa íslendingar að
sjálfsögðu verið „prísaðir“ á mörgum sýningum fyrir
sína gullfallegu kvenbúninga.
Þá hafa skólarnir, einkum gagnfræðaskólarnir —
(High schools, 4 ára unglingaskólar, sem taka við af
barnaskólunum) tekið upp handavinnu, 1 tíma á dag
alla daga vikunnar eða 3 stundir í einu einu sinni í
viku.* Sníða og sauma stúlkurnar þar fötin utan á sig,
prjóna og hekla, en drengirnir smíða ýmsa smámuni:
Borð, hillur, bókastoðir, einnig nokkra hluti úr málmi.
College, sem taka við af gagnfræðaskólunum, kenna
piltum víða miklar smíðar, bæði trje og járn.
Þeir byggja og innrjetta heil íbúðarhús, hvað þá
annað.
Barnaskólarnir hafa aftur á móti alt fram að þessu
haft litla handavinnukenslu, en nú er að vakna áhugi
fyrir þessari námsgrein, einnig þar.
Umferðakennarar hafa verið sendir út um sveitir og
bæi, kostaðir af alríkinu, fylkjum eða fjelögum, til að
* Engir skólar eru starfræktir á laugardögum í Ameríku,