Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 118
116
Hlm
Nú er fólkið, sem stofnaði þennan fjelagsskap, óðum
að falla frá, en sem betur fer bætast við nýir kraftar.
— Það er varla jafnalmennur áhugi fyrir þessu máli
nú og í fyrstu, sem ekki er heldur við að búast. — All-
ir, sem hjer alast upp, lesa auðvitað enskar bækur og
blöð, sem mikið er af og auðvelt er að útvega sjer.
Þessi fjelagsskapur þarf duglegt fólk, sem er vakandi
fyrir málefninu, fólk sem ann íslandi og öllu sem ís-
lenskt er, og sem hefur vilja til að berjast fyrir því í
lengstu lög að viðhalda þekkingu á móðurmáli okkar,
og virðingu fyrir því besta, sem það hefur að bjóða. —
Á meðan við höfum nokkra þannig innrætta meðlimi
mun fjelagsskapnum engin veruleg hætta búin.
Þetta síðasta ár hefur æði margt ungt fólk gengið í
fjelagið, fleira en að undanförnu, er það góðs viti og
höfum við góðar vonir með áframhaldandi líf og gengi
þessa fjelagsskapar.
Herdís Kristjánsdóttir
frá Dálksstöðum á Svalbarðsströnd.
Nokkur orð
jrá konu í lítilli bygð vestanhafs viðvíkjandi fje-
lagslífi þar og tilraunum til að viðhalda móðurmálinu.
Við höfum íslenskan söfnuð en fáum prestsþjónustu
frá nágrannasöfnuði. Allar messur fara fram á íslensku.
Líka höfum við Sunnudaga-skóla á sumrin fyrir börn
og unglinga. Öll kensla fer fram á íslensku. í viðbót
við vanalegar S. S. bækur, sem eru notaðar í flestum
S. skólum, er öllum börnum gefin stafrófskver og þau
látin lesa í þeim í skólánum. Unglingar, sem eru komn-
ir yfir fermingaraldur, eru látin lesa íslensk ljóð og ís-
lendinga-sögur. Þetta er dálítil hjálp, með því sem
heimilin gjöra til þess að öll börn tali og lesi íslensku.
I