Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 115
Umsögn garðyrkjumannsins.
Tækið er mjög fyrirferðalítið. Má segja að hjer sjeu
tveir aðalhlutir, annarsvegar sjálfir vængirnir (loft-
skrúfan), sem knýr rafalinn (dynamo), er hleður raf-
geymana, og hinsvegar öryggistafla og rafgeymar. —
Er loftskrúfan, sem látin er snúast fyrir vindi, höfð
úti, og þá að sjálfsögðu á þeim stað, sem mest gætir
næðinga. En vissara(er að festa þessa járngrind ramm-
byggilega niður, því átakið er mikið, þegar hvast er. —
Innanhúss er svo taflan og geymarnir, eru hjer 3 bíla-
rafgeymar, sem jeg nota. Hafa þeir aldrei meira en
hálftæmst, og tekið 2 sólarhringa í góðum vindi að
hlaða þá til fulls að nýju. — Jeg hef látið vindrafstöð
þessa ganga 2—3 sinnum í mánuði nú um sumartímann,
og þá jafnan hlaðið radiogeyma fyrir fólk, og þurfa
þeir 5—6 tíma hleðslu. — Þetta tæki hefur verið notað
hjer nær tvö ár og hefur reynst vel, lýsir upp 4 ljós-
stæði og hleður radiogevma. Er birtan af ljósunum
þægileg fyrir augað, en alt er miðað við bílageyma
hjer fremra. — Margir hafa áhuga fyrir að kynnast
þessu tæki, enda er enginn vafi á að þetta getur átt
framtíð fyrir sjer hjer á landi.
Jóhann Hlí&ar.
Vindrafstöð.
Bóndi sá eða húseigandi, sem svo er settur, að hann
býr fjarri rafstöð eða bæjarrafmagni, getur þó án mik-
ils kostnaðar veitt sjer þá ánægju og þægindi, að hafa
rafljós, ef hann fær sjer 6 volta rafhlaðara (Charger).
Hann getur líka hlaðið rafgeyma fyrir útvarpstæki.
Hlaðari þessi er ekkert annað en rafall (dynamo)
úr bifreið og þar til gerðir vængir (spaðar). Eru þeir
annaðhvort tengdir við rafalinn með ás (möndli), eða
8