Hlín - 01.01.1938, Blaðsíða 35
Hlín
33
Það sannast á íslendingum vestan hafs og afkom-
endum þeirra, að röm er sú taug sem rekka dregur
föðurtúna til. — Mörgum mun reynast það svo, að
ættjarðarástin eykst með fjarlægð og fjarvistum. —
Landnemarnir íslensku kendu börnum sínum og barna-
börnum að elska landið, málið og minningarnar.
Að sjálfsögðu verða afkomendur íslendinga vestra
ekki íslendingar alla tíð, það væri óeðlilegt. Þeir eru
þegnar síns fósturlands, elska það og virða, en þeir
geta engu síður elskað ísland og haldið trygð við ætt-
ingja og vini í gamla landinu og munu gera það, ef við
sýnum þeim trygð og ræktarsemi á móti. —
Og jafnvel þó þeir týni tungu feðra sinna, geta þeir
unnað landi og þjóð. En fjöldi af ungu fólki vestra,^og
jafnvel margt af börnum líka, tala málið enn hreint og
ómeingað.
Hvað getum við svo gert og hvað eigum við að gera
til þess að viðhalda samúð og vináttu og auka sam-
vinnu? Það er margt, sem hægt er að gera, og það er
gleðilegt að áhugi virðist vera að vakna hjá almenn-
ingi fyrir aukinni samvinnu og kynningu.
Einfaldasta og ódýrasta leiðin, sem hægt er að við-
hafa þegar í stað, eru aukin brjefaviðskifti milli ís-
lendinga beggja megin hafsins. — Hver einasti íslend-
ingur hjer heima á vandamenn í Ameríku, og margir
skrifast þeir á, en þó voru þeir býsna margir vestra,
sem kváðu nei við, er jeg spurði um brjefaviðskifti
heiman að. — Þetta þarf að breytast. — Það var auð-
fundið að þeir, sem höfðu brjefaviðskifti við ættingja
og vini heima, stóðu landi og þjóð ennþá nær en hinir.
Margir, bæði hjer og vestra, hafa mist hver af öðrum
fyrir einhverja handvömm og treysta sjer ekki til að
fitja up á viðskiftum að nýju.
Þjóðræknisfjelag íslendinga í Winnipeg mundi fús-
lega greiða fyrir brjefum og hafa upp á utanáskrift-
3