Sumargjöf - 01.01.1907, Page 15

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 15
11 frá æsku og þoli það vel; dreg fast og seint að mér andann og rétti niig upp. Eg er enginn suðrænn vinviður: norður við lieimsskaut er óðal mitt, ég þoli frostnæturnar og hélufallið. Ef til vill verða ævilok mín þau, að frjósa til bana. Enginn veit sitt skapadægur. Veturinn skelfir mig þó ekki; ég mun reyna til þess, að bjarga fjöri mínu meðan þrótturinn endist, ekki gefast upp með- an ég má neyta lífsvopnanna; berjast öndverður gegn fannkófi, harðviðri og frosti meðan unnt er. Slíkur dauði er ekki geigvænni en hver annar. Sá er sterk- ur sem að sækir, það er engum til vesalmennsku virðandi þótt hann hnigi fyrir ofurefli. Ekkert nálín er hvítara en mjöllin og yfirsöngurinn verður sterkur talan einörð og smjaðurlaus. Hann sem felldi mig á hólmi mun verpa mér mjallarhaug, ræna mig engu og þylja yfir mér fræði sín forn og liörð. Drottinn lífsins er mér jafn nálægur á háheiðum og fjöllum, eins og þar neðra í dalakirkjum og hverf- isgörðum. Friður dauðans er samur hér og þar; svefninn jafnhöíigur efra og neðra. En satt er það, að ég ber, sem flestir aðrir, löngun í brjósti mínu til þess, að kjósa mér önduð- nm legstað. Líklega er það venjan og arfgengið sem skapar þessa þrá, skynsemi mín færir öflug rök gegn henni; reynir til þess að gera liana að kreddu. Þó get ég ekki hrundið henni úr huganum og þar við situr. Helst vil ég beinin liera og þar vil ég liinstu hvíl- una fá, á Þórunnartóltum í Mikley; þar hefi ég oft staðið á bjarginu fyrir vestan og horft með ánægju

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.