Sumargjöf - 01.01.1907, Page 31

Sumargjöf - 01.01.1907, Page 31
Sumargjöf. 27 eins og það er, með öllum sínum gögnum og gæðum. göllum og brestum. Sú lífsgleði er hverjum manni eðlileg og ásköpuð. Hún er lögð í brjóst hverjum einasta hvítvoðungi í hverjum einasta móðurfaðmi þessa lands — og allra landa. Ef barnið er eigi andlegur vanskapnaður, andleg vanmetaskepna frá upphafisinna vega; og þessi ánægja og þessi gleði er kemur svo berlega í ljós bjá börnunum er þau drag- ast á legg, liún á að geta enst alla æfina, og það lengri æfi en alment gjörist nú. Það er nesti sem á að geta enst ferðina út, skamtað af þeim er vel vissi urn þarfir vorar. En við þurfum að halda laglega á því og vera sparsamir líeldur en hitt. Við megum ekki snara því fvrir hunda og hrædýr, ekki veraofbruðl- unarsamir, því að ef við verðum »uppiskroppa« á mörk- inni á miðri leiðinni, þá erum við illa farnir. Þegar skeifurinn sem átti að hrökkva okkur er þrotinn fyrir vangæslu og hirðuleysi sjálfra okkar, þá skal enginn Ireysta því að steiktar gæsir íljúgi i munn sér, og þá Idasa öndvert við manni hin verstu afdrif. En það er fleira sem varast verður en bruðlunarsemin. Við. megum ekki drýgja i pokanum okkar sjálfir eins og Sveinn skotti með óleyfilegum hætli. Lifsgleði vor getur farið margvíslega forgörðum. Hún á sér marga og viðsjála óvini, og sannast þar sem oftar að sá höggnr er lilífa skyldi. »Grísir gjalda, en görnul svín valda«. Foreldr- arnir eiga ofl þyngri skuld að gjalda afkvæmi sínu en alment er talið og ætlað, og til livers eru ær og kýr, lönd og lausir aurar, sem menn stritast við liver í kapp við annan að geta látið eftir handa börnum sinum, ef hinn andlegi arfur eru tóm skjaldaskrifli °g baugabrot? Og svo er enn frernur liver sinnar

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.