Dvöl - 01.07.1938, Side 57

Dvöl - 01.07.1938, Side 57
D V ð L 215 heilar hendingar í freyðandi boða- föllum árinnar. Einhverntíma hef- ir séra Matthías Jochumsston stað- ið hér í okkar sporum og safnað þeim samlan í kvæði. En við skul- um fylgja skvettunni okk'ar á- fram. Híin hrapar, dettur, hrap- ar. Þ.að ýrist úr henni. Qusurnar freyða, hendast til og hríslast og snúast og leysast sundur ogbland- ast hver í aðra. Einn iðandi, hrynjandi, ólgandi, dettandi vegg- ur af hrapandi vatni. Áfram niður, lengra niður, snýst og steypizt, veltizt og bullar og byltizt á end- anum ofan í botnlausa hringiðu, ullarhvíta. Æi, það er satt. Engin orðalýs- ing málar það, sem hér er að sjá. Aðeins ein nálgast það. Nafnið sjálft: Dettifoss. F’egar ég er að fara, kemur ung stúlka með sigurskúf í hend- inni, sem hún hefur fundið ein- hversstaðar upp með, eða niður með á. F>að er 14. plantan, sem við fundum hjá Dettifossi. Ein- ar Benediktsson segir um jurta- lífið þar: F*ú straumur gulls við eyði- bakkann svarta, sem á ei strá, ei kom í fuglsins munn . . Lað sannast vist á sunium skáld- unum, sem yrkja um þennan jöt- unfoss, að þeim sjáizt yfir það, >,sem er lítið og lágtu — og er l>að kannske ekki láandi. Við höldum heim sömu leið. Við erum nútímans börn og ó- sjálfbjarga, allavega upp á for- sjónina komin, sem sé bílstjórann okkar. Víst hefði það verið freist- andi að fara aðra leið til baka — helzt fótgangandi ofan með allri á, því trúleg't er, að þar mætti finna eitthvað, sem líka væri sjá- andi. Á heimleið er komið við í Ás- byrgi. F>ar litum við inn í gær- kvöldi og gistum þar hálfa nótt. F>á var suddi og illviðri. Nú er á því annar svipur. Klappirnar eru eins og nýþvegnar upp úr hvítu sólskini og hver runni krökkur af brosandi blágresi. En það er skrítið: Hin myndin situr bjarg- föst í huganum. Myndin af því, þegar við komum þar í fyrsta sinni í súld og dimmviðri. Svo kvöddum við þennan fagra stað á hádegi og sungum af öllu hjarta, — þau, sem gátu: Ásbyrgi, prýðin vors prúða lands perlan á straumanna festi — — Veðrið var orðið heiðskírt og útsýni unaðslegt uin allt Keldu- hverfi, austurum Axarfjörð, norð- ur um Sléttu og út um allt haf. Eftir á, þegar ég lít yfir far- inn veg, rifjast upp margar indæl- ar endurminningar. Pað getxir vel verið, að tímans tönn mái þær burtu eina af annari. Ég veit það ekki. En hitt veit ég: Pað er að minnsta kosti ein — kannske tvær — sem er alveg ógleymanleg. Pað er augnablikið,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.