Dvöl - 01.07.1938, Side 64

Dvöl - 01.07.1938, Side 64
222 D V ö L með körfu fulla af blómum. Ég mr*tti frúnni á stígnum, sem íá h.'im til hennar. Augu hennar rkutu gnei tum og hatturinn slútti ógnandi n'ður fyrir annað augað. „Herra Pratt", sagði hún, „er ekki þessi Green vinur yðar?“ „Jú, hann hefir verið það í mörg ár svaraði ég. „Þá v.rðið þér að losa yður við hann, h inn er enginn fyrirmaður". „FiniiSt yður það, frú? Hann er auðvitað réttur og sléttur fjalla- búi og hefir dálítið óheflaða fram- komu, auk þess, sem hann lmeig- ist til ósannsögli, en ég hef aldrei getaö fengið mig til að kalla hann ókuiteisan. Það má vel vera, að þes ;i drembilega framkoma hans komi ekki alltaf vel fyrir sjónir, en mér hefir alltaf fundizt hann inu við beinið, vera fráleitur því að vera nokkur misindismaður eða sirákur. Ég hefi umgengizt hann í tíu ár, og ég get því ómögu- lega lastað hann að ófyrirsynju eða heyrt aðra gera það“. „Það er drengilegt af yður, herra Pratt, að taka svari vinar yðar, en það hnekkir ekki þeim sannleika, að hann hefir sýnt mér svo mikla frekju, að það myndi móðga hvaða hefðarkonu sem er“. „Hvað! hefir hann Idaho gamli vinur minn gert það? Fremur gæti ég trúað slíku um sjálfan mig. Mér hefir aðeins einu sinni mfe- líkað við hann, og það var eitt sinn er við vorum inni luktir í kofa uppi í fjöllum. Hann varð al- veg frá sér numinn af einhverri skáldskaparlygaþvælu, sem hafði afarslæm áhrif á hann“. „Já, einmitt það“, sagði frú- in. „Alltaf síðan ég kynntist hon- um hefir hann verið að útskýra fyrir mér lieil ósköp af óguðleg- um kvæðum eftir einhverja kven- snipt er hann nefnir Ruby Ott*) en hún er sennilega miður göfug persóna, ef dæma skal eftir skáld- skap hennar.“ „Nú, Idaho hefir þá náð í ein- hverja nýja bók“, svaraði ég. „Þegar við vorum saman las hann skáldskap einhvers manns, sem nefndi sig K. M.“, „Hann hefði átt að halda tryggð við hann, hversu afleitur sem hann kann að hafa verið“, sagði frú- in. „í dag hefir hann farið út yfir allt velsæmi. Hugsið þér yð- ur! ég fékk blómvönd frá hon- um ásamt árituðum miða. Þér þekkið stöðu mína hér í bænum, gætuð þér hugsað yður að ég gengi út í skóg með karlmanni, með fulla könnu af víni og brauð(L pakka, og að við svifum hoppandi og symgjandi undir trjánum?**) Ég drekk að vísu dálítið af rauð- víni með matnum, en það er ekki venja mín að taka fulla könnu með mér út í skemmtigarðinn og *) Á að vera Rubáiyát, kvæði eftir Khayyán. **) Tilvitnun úr kvæðinu „Rub- áiyát“.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.