Dvöl - 01.04.1941, Síða 4

Dvöl - 01.04.1941, Síða 4
82 E> VÖL vitneskju um það fyrr en eftir marga mánuði. En svo rakst ég á frænda hennar. Hann kemur sjald- an til borgarinnar, og það var að minnsta kosti ár síðan ég sá hann síðast. Ég kynntist honum fyrst á íþróttamóti fyrir þremur árum. — Hún var þar líka í fylgd með móður sinni. Og svo var það næsta sumar, að ég var í Prater með nokkrum kunningjum. Frændi hennar sat með nokkrum vinum sínum við næsta borð. Þar var glatt á hjalla, og við skáluðum milli borðanna. Að lokum kom hann til mín og sagði mér í trúnaði, að frænka sín væri ástfangin í mér. Mér fannst þetta vægast sagt fremur kjánalegt, þarna, — mér, sem enn fann síð- asta kossinn hennar brenna á vör- unum. Og svo í morgun. Ég hafði næst- um því gengið framhjá honum. Ég spurði hann um frænku sína — fyrir kurteisis sakir. Ég hafði ekk- ert af henni heyrt. Bréfin hennar voru hætt að koma fyrir löngu. — Það voru aðeins blómin, sem komu reglulega. Minningar um ham- ingjuríka daga. Þau komu einu sinni í mánuði. Ekkert bréf, ekkert bréfspjald, aðeins þögul, lítil blóm. — Gamli maðurinn varð mjög undrandi. „Þér vitið ekki, að hún dó fyrir viku síðan?“ Hann sagði það svona, og þetta var hræðilega óvænt. Hún hafði ekki verið lengi veik; rúmföst aðeins síðustu vik- una. Og sjúkdómurinn? „Þunglyndi — blóðleysi. Læknarnir vissu eigin- lega ekki, hvað það var.“ Ég stóð lengi kyrr á götunni, eftir að gamli maðurinn var farinn. — Taugarnar voru líkastar því, að ég væri nýstiginn af sjúkrabeði. — Nú finn ég, að þessi dagur hefir mark- að tímamót í lífi mínu. — En hvers vegna? — Einhver óskiljanleg ytri áhrif. Hún skipti mig orðið engu máli. Hún kom mér örsjaldan í hug. Ég finn þó, að mér líður betur, eftir að hafa skrifað þetta. Ég er rólegri. Ég er ánægðari með stofuna mína. Flónska að vera að kvelja sig með þessum hugsunum. Það eru áreið- anlega margir, sem hafa meiri á- stæðu en ég til þess að kvarta und- an hfinu. Ég fór í göngu. Það er kyrrlátur vetrardagur, og ég er hinn róleg- asti. Gamli maðurinn — ég rakst á hann I gær, og það er eins og það séu margar vikur síðan. Og þegar ég hugsa um hana, þá er mynd hennar ákaflega Ijós í huga mér. Aðeins eitt er horfið — gremjan, sem alltaf vaknaði, ef hún kom mér í hug. En ég er ekki sorgbitinn, og það vakir ekki í meðvitund minni, að hún sé horfin, dáin — grafin. í dag er allt rólegra. Mér fannst sem snöggvast, að hvorki væri til sorg né gleði, aðeins svip- breytingar, svipbreytingar. Við hlæjum, og við grátum, og við bjóð- um sál okkar með í leikinn. Ég finn, að nú gæti ég sezt niður og lesið alvarlegar og torskildar bækur og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.