Dvöl - 01.04.1941, Page 7

Dvöl - 01.04.1941, Page 7
dvöl 85 nokkra daga. Vináttu okkar er þá eins og minning frá liSnum öldum. Hún kemur þá úr óra, óra fjarlægð. En þegar hún fer að tala við mig, verður allt eölilegt á ný. Ég skynja þá allt svo einkennilega skarpt, sem í kring um mig er. Litirnir verða næstum því of skærir og skýr- ir, og mér finnst Gretel tala of hátt. Og þó er það svo, að þegar hún fer, þá hverfur hún mér alveg. Það er líkast því, að allt sé þurrkað út, án þess að skilja svo mikið sem draum- nrynd eftir í huga mér. Ég er þá einn eftir með blómunum mínum. Nú eru þau visnuð. Alveg visnuð. Þau ilma ekki meir. í dag tók Gretel eftir þeim í fyrsta skipti. Mér fannst hún ætla að fara að spyrja mig, en þá var eins og hún væri gripin einhverri dulinni hræðslu. Hún sagði ekki neitt, og hún fór skömmu síðar. Blöðin detta smátt og smátt af blómunum. Ég snerti þau ekki; ef ég geri það, myndu þau hrökkva í sundur. Það hryggir mig að sjá þau visna. Ég skil ekki hvers vegna mig skortir þrótt til þess að hrinda Þessari skynvillu frá mér. Þau gera hiér flökurt, þessi visnu blóm. Ég boli ekki að horfa á þau, og ég þýt ht. En þegar ég er kominn út á götuna, finn ég, að ég verð að flýta biér inn til þess að gæta þeirra. Og þau eru kyrr í græna kerinu, Þar sem ég skildi við þau, hryggur °g hugstola. Ég grét yfir þeim í gær, eins og menn gráta við gröf. Þó hvarflaði hugurinn ekki til hennar. Ef til vill er það misskilningur, en ég held, að Gretel finni, að það er eitthvað undarlegt í þessari stofu. Hún er hætt að hlæja. Háværa og fjörlega röddin hennar hefir misst létta hljóminn sinn. Ég get heldur ekki tekið eins hlýlega á móti henni og áður. Ég óttast, að hún fari að spyrja mig, og ég finn, að spum- ingarnar yrðu mér kvalræði. Hún er farin að taka saumadót- ið með sér á kvöldin, og ef ég er þá með bækurnar, situr hún hljóð- lát við borðið og heklar eða saumar. Hún bíður þolinmóð, þangað til ég hefi komið bókunum fyrir. Þá geng ég til hennar og tek dótið frá henni. Ég tek græna skyggnið af lampanum og lofa birtunni að fylla stofuna. Mér falla illa dimm skot. Vor. — Glugginn minn er opinn. Seint í gærkveldi horfðum við Gretel út á götuna. Loftið var hlýtt. Þegar mér varð litið á gatnamótin, þar sem birtan frá ljóskerinu slær veikum bjarma yfir götuna, sá ég skugga. Ég sá hann, og ég sá hann ekki — ég veit, að ég sá hann ekki. Ég lokaði augunum, og ég sá i gegnum augnalokin. Hún stóð þar í daufum ljósbjarmanum, þessi óhamingjusama vera, og ég sá glöggt andlit hennar, eins og það væri baðað í sólskini — og í þessu föla og tærða andliti sorgmædd augun. Þá gekk ég hægt frá glugg- anum og settist við skrifborðið. Ljósið blakti á kertinu, því að það var súgur í stofunni. Og ég sat hreyfingarlaus, þvi að ég vissi, að

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.