Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 8

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 8
86 DVÖL hún stóð þarna ein vlð húshornið og beið. Ef ég hefði þorað að snerta visnu blómin, hefði ég tekið þau úr kerinu og farið með þau til hennar. Þannig hugsaði ég, og mér var það jafn ljóst, að það átti sér engin skynsamleg rök. Og þá færði Gretel sig einnig frá glugganum. Hún staðnæmdist sem snöggvast aftan við stólinn minn og snerti hárið á mér með vörunum. Svo fór hún, og skildi mig einan eftir. Ég stari á blómin. Það er litið eftir af þeim. Aðallega naktir og þornaðir stönglar. Þau þjá mig, og gera mig hugstola. Það hlýtur að vera auðsætt, því að annars hefði Gretel spurt mig. En hún finnur það — hún finnur það líka. Allt í einu þýtur hún út, eins og stofan sé full af vofum. Vofur! — Já, víst er það svo. — Það dauða hefir það að leiksoppi, sem lifir. Ef það er moldarþefur af visnuðum jurtum, hlýtur það að vera frá þeim tíma, er þær stóðu í blóma. Og þeir dauðu snúa aftur eins lengi og minningin um þá lifir. Hverju skiptir það, þó að þeir geti ekki talað? Ég heyri samt til þeirra. — Hún lætur ekki sjá sig, og þó sé ég hana. Og vorið er úti, sólin skín á gólfið, ilmur af liljum í skemmti- garðinum, og fólkið gengur fram hjá glugganum, án þess að ég taki eftir því — er það lífið? Ef ég dreg niður gluggatjöldin, er sólskinið horfið. Ég tek ekki eftir fólkinu, og það er ekki til. Ég loka glugganum, og ilmur liljanna er horfinn og vorið á braut. Ég er sterkari en sól- in, fólkið og vorið. En minningin er sterkari en ég. Hún kemur þegar hún vill,og hana getur enginn flúið. Þessir visnuðu blómstönglar eru máttugri en ilmur liljanna og vorið. Ég sat hugsandi yfir þessum blöðum, þegar Gretel kom inn. Hún var ekki vön að koma svona snemma; ég varð orðlaus af undr- un. Hún staðnæmdist sem snöggv- ast í stofudyrunum, og ég starði á hana, án þess að heilsa. Hún hélt á ofurlitlum vendi af lifandi blóm- um. Hún gekk inn í stofuna og lagði þau þegjandi á skrifborðið mitt. Svo þreif hún visnu blóm- stönglana úr græna kerinu. Það var eins og einhver gripi um hjarta mitt — ég gat ekki komið upp nokkru hljóði. Þegar ég ætlaði að standa á fætur til þess að grípa í handlegg hennar, brosti hún bara til mín. Hún hélt blómstönglunum eins langt frá sér og hún gat, og svo fleygði hún þeim út um glugg- an. Mér datt 1 hug að kasta mér út á eftir þeim, en Gretel stóð fyrir glugganum og horfði beint framan í mig. Vorsólin glitraði í hári henn- ar. Ilmur liljanna barst inn í stof- una — og græna kerið stóð tómt á skrifborðinu mínu. — Ég er ekki alveg viss um það, en mér fannst ég verða frjálsari — léttari. Þá gekk Gretel til mín. Hún greip blómvöndinn og hélt honum upp að andlitinu á mér. Svöl, ilmrík, lifandi blóm. Hvítar liljur. Mig langaði til að baða andlitið í feg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.