Dvöl - 01.04.1941, Page 13

Dvöl - 01.04.1941, Page 13
DVÖL 91 áður um Gönguskarð milli Fnjóska- dals og Kaldakinnar, en leið þessi hefir nú að mestu lagzt niður. Á Gönguskarði er mjög sumarfagurt: Láréttur dalbotn, með holtarindum og mýrasundum milli blárra vatna, en ókleifum hamrafjöllum til beggja handa. Á einum stað er skarðið svo mjótt, að létt steinsnar er milli hamraveggja. Þar heita Þrengingar. Mikið er um örnefni í Kinnar- fjöllum, og munu fæst þeirra skráð. Nöfn þessi eru flest æfagömul og ramíslenzk. Þar heitir Ógöngufjall og Ófœratorfa, Ágúlshellir og Ofeigshellir, SJcriðnafell, Skolla- hnjúkur og Haukstarfur. Þar eru fjöll, sem heita Bakrangi og Galti, Odeila og Bríkur, Malcki og Strókur, og svo mætti lengi telja. Nyrzti hluti Kinnarfjalla er hæstur og hrikalegastur, og heita Þar Viknafjöll. Þau eru sæbrött hijög og enda víða í geisiháum hjörgum, er ganga í sjó fram, en fjörur engar á löngum svæðum. har er þó byggð á einum stað við sjóinn undir f jöllunum, og heita þar Náttfaravíkur. Voru þar áður þrjú býli, en tvö þeirra eru nú í eyði. Naustavik heitir jörð sú, er enn er f byggð, Sú jörð hefir sennilega verið setin í tæp eitt þúsund og sjötíu ár, og ætti hún þá að vera elzta landnámsjörð á íslandi. í Landnámabók segir svo um landnám í Náttfaravíkinni: Maður hét Garðar Svafarsson, sænskur að ætt. Hann fór að leita Snælands að tilvísun móð- ur sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra. Þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um vetur einn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús. Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann bygði þar síðan, er heitir Náttfaravík. Náttfari flutti síðar inn í Reykja- dal, en var skjótt rekinn þaðan af Eyvindi Þorsteinssyni, landnáms- manni, er ásældist dalinn og „lét hann hafa Náttfaravík“. Enn heitir Náttfaravík, þar sem Náttfari kom að landi. Þar er þó ekki bæjarstæði né gróðurlendi. Skammt þaðan liggur Naustavík; er þar lending bezt í Náttvaravíkum, skýlt, tún- stæði gott og bæjarstæði. Má því telja víst, að Náttfari hafi reist þar bæ sinn. Innar í fjörunni liggur Hellisvík, undir háum hömrum. Þar er berg- hellir, sem Ágúlshellir heitir. Þjóð- sagan segir, að tröll bjó í hellinum, mikið og feiknarlegt, sem Ágúll hét. Hellir þessi hefir einnig verið nefndur Þinghellir, og er nafngift ókunn. Hellirinn er allhár, en ekki langur. Þó liggur annar hellir inn af framhellinum, og er hann ókannaður. Mynni hans er oftast sandorpið, og mætast þar hellisgólf og þakhvelfing. Er bergið sprungið og rakt og ekki girnilegt inn að fara, þá sjaldan sandgólf framhell- isins er það lágt, að komast megi að innra hellisopinu. Utar í fjörunum liggur Rauðavík, niður undan eyðibýlinu Vargsnesi. Vargsnes stendur á hamrastalli, en einstigi liggur úr fjörunni upp rauf í bjarginu. Þar er bæjarstæði hið fegursta, en ekki að sama skapi hagkvæmt. Fjaran í Rauðavík er eitt hið mesta æfintýraland. Þar er mergð fjöllitra, sæbarinna steina, sem berast á land í brimi: Hvítir

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.