Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 14

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 14
92 D VÖL „glerhallar“, sem gneista, ef þeim er slegið saman, grænir liparit- steinar og „rauðagrjót" og jafnvel logagylltir járnkískrystallar. Yfir fjörunni gnæfa bjargabrúnirnar, gráar og grettar, en neðar liggja rauð hamrabelti og dregur víkin af því nafn sitt. Um langan aldur voru Náttfara- víkur þýðingarmikið afréttarland fyrir sveitina innar með fjöllunum. Þegar fráfærur lögðust niður, varð á því mikil breyting. Enn er þó fén- aður rekinn þangað á vorin. Víkna- göngur eru ekki heiglum hentar. Ungir menn í Kaldakinn hugsa þó jafnan til þeirra sem æfintýris. Það æfintýri getur þó falið í sér margar og ótrúlegar hættur og skilið skammt á milli lífs og dauða eða kostað lífið sjálft. Dæmi þess eru byggðarmönnum enn í fersku minni. En það er önnur saga. Útsýn af Kinnarfjöllum er ein hin fegursta á landi hér. Til norð- urs sést allt til íshafs og hillir þar Grímsey úr djúpi, en í norðaustri teygja Tjörnes og Slétta hramma til hafs. í austri svífa fjöllin austan Öxarfjarðar í ljósblárri móðu. — Sunnar tekur við Dimmifjallgarður og hverfur hann undir Lambafjöll, sem standa vestar. Þá taka við fjöllin á austuröræfum Mývatns- sveitar og síðan hvað af öðru, allt til Dyngjufjalla. í suðri liggja heið- ar og öræfi vestan Bárðardals og suður af Fnjóskadal. Innan þessa mikla boga blasa við allar austur- byggðir Þingeyjarsýslu, dalir og heiðar, ár og vötn. Kinnarfjöll eru austurströnd eða austurbrún hins vestri blágrýtis- hluta íslands, en sú strönd liggur, meira og minna vogskorin, frá Skjálfandaflóa suðvestur yfir land- ið til Faxaflóa. Landið austur af Kinnarfjöllum ber því mjög annan svip. Þar eru fjöll og heiðar ávöl og bunguvaxin og gróðursæl mjög. Út- sýn til Kinnarfjalla frá lágsveitum austurbyggðanna er því í senn sér- stæð og fögur og hefir orðið yrkis- efni margra þingeyskra skálda. — Þannig kvað Indriði Þórkelsson: Sit ég ennþá undir minnar æsku fjalli og dreg til stafs. Lít ég Hágöng Köldukinnar hvessa brúnir út til hafs. Saman trausta þræði þrinnar: þýðu, hörku og ofurkapps. Syðri byggðum sveitin innar svip og gerfi á meir til jafns. Ferskeytliir Ferskeytla eftir Skagfirðing, Friðrik Sigfússon frá Pottagerði, túlkar á angurværan hátt þann söknuð, sem ýmsum var búinn, er vínbannið var lögleitt hér á landi. Á þeim árum voru vínföng oft nefnd „skuddi“ í Skagafirði, og var það tekið eftir Jóni Ósmann, ferju- manni, er mörgu gaf skrítin nöfn. Vísan er ort á leið í Mjóadalsrétt, og er hún svo: Nú er hnípinn hugur minn, heldur fátt ég rausa. Þessa ferð í fyrsta sinn fer ég „skudda“-lausa. Á æskuárum fór Friðrik til sjó- róðra á vertíðum vestan lands. Kvöld eitt sá hann mann ganga fram af bryggju og í sjóinn. Þá orti hann: Lán þótt höfum lítið hér, og leið sé töf í heimi, taka gröf að sjálfum sér sýnist öfugstreymi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.