Dvöl - 01.04.1941, Page 15

Dvöl - 01.04.1941, Page 15
D VÖL 93 £lía§ Eftii' Ijeo Tolstoy Helgi Sæinundsaon þýddi I Ufahéraði tajó bóndi, Elías að nafni. Honura hafði eigi hlotnazt auður í arf eftir föður sinn. Hann hafði aðeins annazt um, að Elías fengi gott kvonfang. Hann lézt ári síðar. Þegar hér var kom- ið sögu, átti Elías sjö hross, tvær kýr og tíu kindur. En hann var maður sparsamur og ósérhlíf- inn. Hann og kona hans voru jafn- an á ferli frá því árla morguns til siökvölds. Þau komust því tarátt í dágóð efni. Eftir tuttugu og fimm ára búskap gat Elías með sanni tal- izt auðugur maður. Hann átti tvö hundruö hross, hundrað og fimmtíu nautgripi og tólf hundruð kindur. Vinnumenn- irnir unnu að útiverkum. Vinnu- konurnar mjöltuðu ær og kýr og bjuggu til smjör og osta. Elías lifði við allsnægtir. Allir nágrannar hans öfunduðu hann af velgengn- inni. Fólk sagði sem svo: „Elías er sannnefndur hamingju- hrólfur. Hann býr við svo góð kjör, að hann þarf alls ekki að deyja, til Þess að verða himnasælunnar að- njótandi." ■Tigið fólk kepptist um að kynn- ast Elíasi. Gestir komu langar leið- ir. Hann fagnaði öllum vel og veitti ríkulega mat og drykk. Hvern, sem að garði bar, var ávallt te, fiski- súpa og sauöakjöt á borðum. Væri einn gestur á ferð, var sauði slátr- að. Bæri hins vegar marga gesti að garði, var nautgripur felldur. Elías átti tvo sonu og eina dóttur barna. Hann valdi sonunum kvon- fang og dótturinni eiginmann. Meðan Elías var maður fátækur, voru synirnir mjög iðjusamir við dagleg störf. Þeir gættu nautgripa hans og sauðfjár. En þegar honum tók að græðast fé, dvínaöi starfs- þrá þeirra. Annar þeirra gerðist drykkfelldur úr hófi fram. Eldri sonurinn lét lífið í óeirðum. Yngri sonurinn eignaðist drambláta tengdamóður og hætti að hlíta ráð- um föður síns. Skiptum þeirra lauk þann veg, að leiðir þeirra skildu. Elías gaf syni sínum jörð til á- búðar ásamt nauðsynlegum bú- peningi. En eigur sjálfs hans urðu jafnframt minni. Skömmu síðar féll mikill hluti kvikfénaðar hans úr skæðum sjúkdómi. Heyfengur- inn brást eitt árið. Nær allir naut- gripir hans féllu um veturinn. Bezti hluti lands hans var hernuminn. Þannig gekk auður Elíasar óðum til þurrðar. Jafnframt gerðist hann maöur aldurhniginn og farinn að A

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.