Dvöl - 01.04.1941, Síða 18

Dvöl - 01.04.1941, Síða 18
DVÖL 96 eigum okkar. Þegar við gengum til náða, gátum við ekki notið svefns vegna umhugsunar um það, að ærnar kynnu að leggjast. ofan á ný- fædd lömta sín og taana þeim. Við fórum á fætur um miðjar nætur til þess að aðgæta þetta. Þegar annir vors og sumars voru liðnar hjá, komu áhyggjur um það, hvort vetr- arforðinn myndi reynast nægur. — Auk þessa vorum við næsta sjaldan á eitt sátt. Skoðanir okkar voru í flestum efnum skiptar. Afleiðingin var sífellt þref og látlausar deil- ur. Við lifðum aldrei hamingju- stundir." „En nú?“ ,,Nú tölum við saman í ást og einlægni, þegar við rísum úr rekkj- um. Við höfum ekkert um að deila. Áhyggjur eru okkur óþekkt fyrir- brigði. Við leitumst við að reynast húsbændunum sem tryggust og dyggust. Þegar við komum inn frá vinnunni, bíður málsverðurinn okkar. Sé svalt í veðri, yljum við okkur við ofninn og sveipum loð- feldinufn að okkur. Nú höfum við einnig nægan tíma til þess að spjalla saman og gera guði bæn okkar. Við höfum leitað hamingj- unnar í hálfa öld, en nú fyrst höf- um við fundið hana.“ Gestirnir hlóu. Þá mælti Elías: „Þið skuluð eigi hlæja,vinir mínir. Hér er ekki um neitt fánýtt stund- argaman að ræða, heldur um mann- lífið sjálft. Það var heimskulegt af okkur Sjamsjemagi að harma það, þegar auðurinn brást okkur. Nú hefir drottinn sjálfur birt okkur sannleikann. Við höfum sagt ykkur sögu okkar í því skyni, að þið mætt- uð nokkuð af henni læra.“ „Elías hefir rétt að mæla,“ mælti Múhameðstrúarpresturinn. „Sér- hvert orð hans hefir verið sann- leikanum samkvæmt. Hin heilaga bók flytur okkur þenna sama boð- skap.“ Hlátur gestanna hljóðnaði. Hann vék fyrir alvarlegum hugsunum. Visur Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli í Önundarfirði hefir ferðazt allvíða um landið á vegum Ung- mennafélags íslands. Eitt sinn var hann á ferð í Skaftafellssýslu — það var haustið 1939 — og báru menn, er voru í för með honum, sig illa vegna tóbaksleysis. Halldór er strangur bindindismaður og henti gaman að raunum ferðafé- laga sinna, sem tottuðu tómar pípur sínar og voru heldur viður- skotaillir. Orti hann þá þessar vísur tvær: Nú er þjóð í þröngrl klípu, þetta er blóðug hörmung enn. Totta hljóðir tóma pípu tregamóðir ferðamenn. Illa þjál er önug lundin, eins er málið stirt og illt. Þankinn brjálast, þjáning bundinn, þegar sálarfriði er spillt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.