Dvöl - 01.04.1941, Page 21

Dvöl - 01.04.1941, Page 21
DVÖL 99 (itjóriileysfiig'iim Eftir .1 osepli Conrad Gunnlaugur Pétursson þýddi Ég dvaldi eitt ári'ö í tvo mánuði um þurrkatímann á búgarði, sem stórfyrirtæki nokkurt átti. Fyrir- tæki þetta bjó til kjarnaseyði úr kjöti og annað fleira, og var þarna stærsta nautabú þess. B. O. S. Bos. Þessa þrjá undra- stafi sjáum við á auglýsingasíðum tímarita og dagblaða, í gluggum uiatvörukaupmanna og í vöruskrám Þeim fyrir komandi ár, sem við fáum með póstinum í nóvember- mánuði. Ennfremur er frægð þess aukin með ritlingum á ýmsum tungumálum, rituðum af sjúklegum eldmóði. Eru þar birtar skýrslur um Þvílíkar slátranir og blóðsúthell- ingar, að hverjum Tyrkja myndi ofbjóða. — Þessar „bókmenntir" Prýðir „málverk“ í skærum litum. Sýnir það reiðan, stóran og svartan tarf, sem treður á gulum snáki í hvanngrænu grasi, en í baksýn er fagurblár himinn. Þetta er ljót uiynd, en það er táknmynd. Snák- Urinn táknar plágur og úrkynjun — ef til vill aðeins hungur, en það er höfuðplága mannkynsins. Auð- vitað þekkja allir B. O. S. h.f. og hinar dásamlegu iðnvörur þess: »Vinobos“, „Jellybos" og siðast en ekki sízt hið nýja óviðjafnanlega og fullkomna „Tribos“. Það er ekki einungis, að það sé alveg sérstak- lega næringarmikið, heldur er það og þegar hálfmelt. Svona einlæg er ástin og umhyggjan, sem hluta- félagið ber í brjósti fyrir meðbræðr- um sínum — hún er jafnmikil um- hyggjunni, sem mörgæsirnar bera fyrir hungruðum ungum sínum. Vitanlega þarf meginhluti eins lands að taka þátt í þessari skap- andi framleiðslu. Ég hefi ekkert út á fyrirtækið að setja. En ég ber sjálfur í brjósti innilega meðlíðan með bræðrum mínum í mannfélag- inu, og þess vegna hryggist ég yfir hinum nýja auglýsingahernaði. Hversu mikinn vott, sem það ber um framtak, áræði og dugnað ein- stakra manna, þá virðist mér hann færa mér heim sanninn um vöxt og viðgang þeirrar tegundar andlegrar úrkynjunar, sem kölluð er græðgi. Ég hefi orðið að kingja B. O. S. í ýmsum löndum heims, bæði hins menntaða og hins ómenntaða, mér til meira eða minna gagns, en lítillar ánægju. Sé kjötmaukið matreitt í heitu vatni og nægur pipar látinn í, til þess að taka af hið upprunalega bragð, þá er það alls ekki ógeðfellt. En mér hefir aldrei tekizt að kingja auglýsing- unum. Kann að vera, að þær hafi

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.