Dvöl - 01.04.1941, Page 22

Dvöl - 01.04.1941, Page 22
100 DVÖL aldrei gengið nógu langt. Ég man ekki til þess, að viðskiptamönnum B. O. S. hafi verið heitið ævarandi æsku, og ekki hefir heldur veriö fullyrt ennþá, að hinar lofsamlegu iðnvörur þess hefðu í sér fólginn mátt til þess að vekja menn upp frá dauðum. Ég undrast þessa var- færni. En ég býst ekki við, að þeir hefðu unnið mig, jafnvel þó að þeir hefðu heitið þessu. Hvaða andlegri úrkynjun, sem ég kann að þjást af (og ég er aðeins mannleg vera), þá er það að minnsta kosti ekki sú al- mennasta. Ég er ekki gráðugur. Ég verð að segja þetta um sjálf- an mig, yegna sögunnar, sem á eftir fer. Ég hefi reynt að kynna mér málavöxtu svo sem kostur er á. Ég hefi grúskað í frönskum dagblöð- um, og ég átti einnig tal við varð- stjórann á Ile Royale, þegar ég kom eitt sinn til Cayenne. Ég held, að sagan sé sönn í höfuðatriðum. Sag- an er og þannig, að ég held, að eng- um hefði dottið í hug að yrkja hana um sig, þar sem hún hvorki miklar manninn né fegrar, og er ekki heldur nægilega fyndin til þess, að það bæti upp hina særðu hégóma- girnd. Sagan er um vélamanninn á gufubát, sem B. O. S. h.f. átti og hafði við nautgriparæktarbú sitt. Búgarðurinn er á eyju, sem er á stærð við meðal hérað, og liggur í mynni einnar af stóránum í Suður- Ameríku. Eyjan er óræktuð og ekki fögur, en grasið þar virðist vera sérstaklega kjarngott og hollt. Þarna drynja öskur óteljandi nauta — djúpur og sorgþrunginn ómur undir heiöum himni — líkt og himinhrópandi neyðaróp dauða- dæmdra fanga. Uppi á sjálfu meginlandinu, handan við tuttugu mílna breitt, óhreint og skollitað sund, stend- ur borg, sem við getum sagt að heiti Horta. Það sérkennilegasta við eyna (er annars virðist eins konar fang- elsi dauðadæmdra nauta) er, að hún er eina heimkynni sjaldgæfs og sérlega skrautlegs fiðrildis. Fiðrild- ið er jafnvel ennþá sjaldgæfara en hvað það er fallegt, og þá er ekki svo lítið sagt. Ég hefi þegar vik- ið að ferðalögum mínum. — Ég ferðaðist mikið um þetta leyti, en einungis fyrir mig sjálfan og barst minna á en gerist nú á dögum, Ég hafði jafnvel ákveðinn tilgang með ferðum mínum. Satt að segja er ég „— ha — ha — ha — óforbetran- legur fiðrildamorðingi. Ha — ha — ha!“ Harry Gee, ráðsmaður á búgarð- inum, talaði í þessum tón um veið- ar mínar. Hann virtist álíta mig heimsins mesta kjána. Aftur á móti var hlutafélagið B. O. S. honum tákn um fullkomnun nítjándu ald- arinnar. Ég held, að hann hafi sof- ið með legghlífarnar og sporana. Hann var alltaf á hestbaki, fleng- ríðandi fram og aftur um slétt- urnar á eynni, og hópur hálfvilltra reiðmanna var ávallt á hælum hon- um. Þeir kölluðu hann Don En-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.