Dvöl - 01.04.1941, Síða 22

Dvöl - 01.04.1941, Síða 22
100 DVÖL aldrei gengið nógu langt. Ég man ekki til þess, að viðskiptamönnum B. O. S. hafi verið heitið ævarandi æsku, og ekki hefir heldur veriö fullyrt ennþá, að hinar lofsamlegu iðnvörur þess hefðu í sér fólginn mátt til þess að vekja menn upp frá dauðum. Ég undrast þessa var- færni. En ég býst ekki við, að þeir hefðu unnið mig, jafnvel þó að þeir hefðu heitið þessu. Hvaða andlegri úrkynjun, sem ég kann að þjást af (og ég er aðeins mannleg vera), þá er það að minnsta kosti ekki sú al- mennasta. Ég er ekki gráðugur. Ég verð að segja þetta um sjálf- an mig, yegna sögunnar, sem á eftir fer. Ég hefi reynt að kynna mér málavöxtu svo sem kostur er á. Ég hefi grúskað í frönskum dagblöð- um, og ég átti einnig tal við varð- stjórann á Ile Royale, þegar ég kom eitt sinn til Cayenne. Ég held, að sagan sé sönn í höfuðatriðum. Sag- an er og þannig, að ég held, að eng- um hefði dottið í hug að yrkja hana um sig, þar sem hún hvorki miklar manninn né fegrar, og er ekki heldur nægilega fyndin til þess, að það bæti upp hina særðu hégóma- girnd. Sagan er um vélamanninn á gufubát, sem B. O. S. h.f. átti og hafði við nautgriparæktarbú sitt. Búgarðurinn er á eyju, sem er á stærð við meðal hérað, og liggur í mynni einnar af stóránum í Suður- Ameríku. Eyjan er óræktuð og ekki fögur, en grasið þar virðist vera sérstaklega kjarngott og hollt. Þarna drynja öskur óteljandi nauta — djúpur og sorgþrunginn ómur undir heiöum himni — líkt og himinhrópandi neyðaróp dauða- dæmdra fanga. Uppi á sjálfu meginlandinu, handan við tuttugu mílna breitt, óhreint og skollitað sund, stend- ur borg, sem við getum sagt að heiti Horta. Það sérkennilegasta við eyna (er annars virðist eins konar fang- elsi dauðadæmdra nauta) er, að hún er eina heimkynni sjaldgæfs og sérlega skrautlegs fiðrildis. Fiðrild- ið er jafnvel ennþá sjaldgæfara en hvað það er fallegt, og þá er ekki svo lítið sagt. Ég hefi þegar vik- ið að ferðalögum mínum. — Ég ferðaðist mikið um þetta leyti, en einungis fyrir mig sjálfan og barst minna á en gerist nú á dögum, Ég hafði jafnvel ákveðinn tilgang með ferðum mínum. Satt að segja er ég „— ha — ha — ha — óforbetran- legur fiðrildamorðingi. Ha — ha — ha!“ Harry Gee, ráðsmaður á búgarð- inum, talaði í þessum tón um veið- ar mínar. Hann virtist álíta mig heimsins mesta kjána. Aftur á móti var hlutafélagið B. O. S. honum tákn um fullkomnun nítjándu ald- arinnar. Ég held, að hann hafi sof- ið með legghlífarnar og sporana. Hann var alltaf á hestbaki, fleng- ríðandi fram og aftur um slétt- urnar á eynni, og hópur hálfvilltra reiðmanna var ávallt á hælum hon- um. Þeir kölluðu hann Don En-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.