Dvöl - 01.04.1941, Síða 23

Dvöl - 01.04.1941, Síða 23
DVÖL rique, en höfðu enga ákveðna hug- mynd um fyrirtækið B. O. S. h. f., sem greiddi þeim kaupið. Hann var ágætur verkstjóri. En ég sá ekki neina ástæðu til þess fyrir hann að klappa mér á bakið, þegar við hittumst við máltíðir, og spyrja, hávær og spottandi: „Hvernig gengur drápsíþróttin í dag? Mikið um fiðrildi? Ha — ha — ha!“ Mér fannst hann hafa ennþá síð- ur ástæðu til þess arna, þar sem hann krafði mig um tvo dollara á dag til endurgjalds fyrir gestrisni B. O. S. h.f. (hlutafé 1500000 pund sterling, greitt að fullu), og féð er Vafalaust bókfært með öðrum tekj- dm félagsins þetta ár. ,,Ég heid, að ég geti ekki réttlætt bað gagnvart félaginu, ef ég set hiinna upp“, sagði hann háalvar- legur, þegar ég var að semja við hann um dvöl mína á eynni. Framkoma hans sakaði ekki, en tillitslaus framhleypni er and- styggiieg í sjálfu sér. Glens hans var heldur ekki sérlega skemmti- legt. Það var fólgið í þreytandi. síendurteknum lýsingum, sem hann kastaði fram með hlátur- hviðum. „Óforbetranlegur fiðrilda- biorðingi! Ha — ha — ha!“ Hann vakti athygli mína á véla- hianninum á gufubátnum einn daginn, með keimlíkri gamansemi, er við gengum fram með síkinu. Hann var að gera við vélarnar. hað sá aðeins á höfuð hans og herðar upp fyrir þilfarið, en áhöld 101 og vélahlutar lágu á víð og dreif. Hann leit upp, er hann heyrði fóta- tak okkar. Andlit hans var óhreint, hakan hvöss; hann var með lítið, ljóst yfirskegg. Báturinn var bund- inn við bakkann í skugga af stóru og laufmiklu tré. Mér virtist hið laglega andlit vélamannsins vera vanhirt og guggið, að því er ég gat séð í gegnum óhreinindin. Ég varð undrandi, er ég heyrði Harry Gee kalla vélamanninn „krókódíl". í sínum sjálfsánægða, glaðhlakkalega drottnunartón sagði hann: „Hvernig gengur það, krókódíll?“ Ég hefði átt að geta þess fyrr, að þessi aðdáanlegi Harry hafði lært frönsku í einhverri nýlendunni og bar orðin fram með óviðkunnanlega þvingaðri nákvæmni, eins og hon- um væri annt um að hneppa þau I fjötra. Maðurinn í bátnum svaraði honum fljótt með þægilegri röddu. Augu hans voru mild, og það skein í mjallhvítar tennurnar milli þunnra og drúpandi varanna. Ráðsmaðurinn sneri sér að mér, kátur og hávær eins og hann var vanur: „Ég kalla hann krókódíl, af því að hann hefst við í síkinu að meira eða minna leyti. Bæði láðs- og lag- ardýr, sjáðu. Hér á eynni eru ekki til önnur slík dýr en krókódílar, og hann verður þess vegna að teljast til þeirra, ekki satt? En í raun og veru er hann hvorki meira né minna en un cityen anarchiste de Barcelone".
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.