Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 29
D VÖL 107 drykkju eftir matinn, og það var aðeins sanngirni af hans hálfu. Þeir héldu áfram að drekka, drukku meira vín, þeir drukku lí- kjör, koníak, bjór og svo aftur meiri líkjör og meira koníak. Við næstu borð sátu tveir ókunnugir nienn, og þeir horfðu svo vingjarn- lega á hann, að honum fannst, að hann bauð þeim þátttöku í fagn- aðinum. Hann hafði aldrei drukkið svona niikið á æfi sinni. Gleði hans var takmarkalaus og svo þægileg, að hann flýtti sér að biðja um meira vín, hvenær sem skugga bar á. „Mér fannst,“ sagði hann með sinni hæglátu röddu og horfði á skuggsælt gólfið í rökkvuðu hréys- inu, „að ég væri í þann veginn að höndla mikla og dásamlega sælu. Mér fannst, að einn sopi í viðbót myndi gefa það, sem á vantaöi. Hinir fylgdu mér fast eftir, staup eftir staup.“ En svo skeði undrið. Sæla hans þvarr skyndilega við eitthvað, sem ókunnugu mennirnir sögðu. Myrkar hugsanir — des idées noires — sett- ust að í höfði háns. Honum virtist allur heimurinn, utan veitingahúss- ins, vera vondur og viðbjóðslegur, þar sem ótölulegur grúi fátækra vesalinga yrði að erfiða og þræla til þess eins, að fáeinir auðkýfingar gætu ekið í góðum vögnum og lifað óhófslífi í höllum. Hann fyrirvarð sig fyrir hamingju sína. Hann fann átakanlega sárt til hinna grimm- hðugu örlaga alls þorra mannkyns- ins. Hann reyndi að lýsa þessum tilfinningum sínum með lágri, sorg- þrunginni röddu. Hann hélt, að hann hefði ýmist grátið og bölvað. Nýju vinirnir hans tveir voru fljótir til þess að ala á andúð hans á hinni mannlegu grimmd. Já. Ó- réttlætið í heiminum var hneyksl- anlegt. Það var aðeins ein aðferð til, sem hæfði hinu rotnaða þjóð- skipulagi: Afmá, afmá allt — sa- crée boutique. Sprengja í loft upp allt þetta rangláta hrófatildur. Þeir lutu höfðunum fram yfir borðið og hvísluðu að honum með ákefð. Sennilega hafa þeir ekki vænzt þeirra afleiðinga, sem þetta hafði. Hann var ákaflega drukkinn — dauðadrukkinn. Allt í einu stökk hann með reiðiöskri upp á borðið, sparkaði burtu flöskum og glösum og hrópaði: ,,Vive l’anarchie! Niður með auð- valdið!“ Þetta hrópaði hann aftur og aftur. Brotið gler hrundi allt í kringum hann, stólar flugu um loft- ið og menn tóku fyrir kverkarnar hver á öðrum. — Lögregluþjónar komu æðandi inn. Hann barði, beit, klóraði og hamaðist þangað til ein- hverju var lamið af miklu afli í höfuð honum. .. . Hann kom til sjálfs sin í fanga- klefa; hafði verið settur inn fyrir virkan mótþróa, landráðaæsingar og stjórnleysingjaáróður. Hann leit fast á mig, mildum, skínandi augum, sem virtust mjög stór í hálfrökkrinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.