Dvöl - 01.04.1941, Side 37

Dvöl - 01.04.1941, Side 37
DVÖL morgun hvæsti Mafile: „Við skul- um ráðast á hann, Símon. Ég vil heldur deyja fyrir einu skoti undir eins, en að deyja úr þorsta, hungri og þreytu við árina.“ En hann hélt áfram að róa meðan hann talaði, og Símon hélt einnig áfram að róa. Það kom mér til að brosa. Ah! Þeir unnu lífinu í þessum illa heimi, báðir tveir, rétt eins og ég unni þvi, áður en þeir eyðilögðu það fyrir mér með kenn- ingum sínum. Ég lét þá halda á- fram, þangað til þeir voru alveg að gefast upp; þá fyrst benti ég þeim á skipssegl úti við sjóndeildar- hringinn. Þú hefðir átt að sjá, hvernig þeir gerbreyttust og tóku aftur til við róðurinn! Ég skipaði þeim að róa þvert í veg fyrir skipið. Þeir voru eins og allt aðrir menn. Ég var farinn að vorkenna þeim, en nú hvarf mér öll vorkunnsemi. Þeir urðu líkari og líkari sjálfum sér með hverri mínútunni sem leið. Þeir litu á mig því augnaráði,. sem ég kannaðist við. Þeir voru hamingju- samir og brostu. „Já,“ sagði Símon, „dugur þessa unglings hefir bjargað lífi okkar. Við hefðum aldrei getað róið alla þessa leið í veginn fyrir skipið, ef hann hefði ekki knúið okkur til þess. Ég fyrirgef þér, félagi; ég dáist að þér.“ Mafile muldraði fram í: „Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þig, félagi. Þú ert fæddur foringi.“ Félagi! Hvílíkt orð! Og þessir 115 menn leyfðu sér að saurga það. Ég horfði á þá. Ég minntist lyga þeirra, loforða og illmennsku, og ég minnt- ist þjáninga minna. Hvers vegna gátu þeir ekki látið mig i friði, er ég kom úr fangelsinu? Ég horfði á þá og hugsaði, að ég gæti aldrei orðið frjáls, meðan þeir lifðu. Aldr- ei. Hvorki ég, né aðrir menn, sem eru eins og ég, með viðkvæmt hjarta og veikan vilja. Ég veit, að ég er ekki eins og ég ætti að vera. Ég fylltist reiði, takmarkalausri heift, en það var ekki reiði gegn þjóðskipulaginu. Nei, ónei! „Ég skal verða frjáls,“ æpti ég hamstola. „Vive la liberté!“ hrópaði Mafile, illmennið. „Mort aux bourgeois, er senda okkur til Cayenne! Þeir skulu bráðum finna, að við erum frjálsir aftur." Himinninn, sjórinn, allur sjón- deildarhringurinn var rauöur sem blóð fyrir augum mínum — rautt blóð allt í kringum bátinn. Æðarn- ar á gagnaugunum slóu svo ákaft, að ég undraðist, að þeir skyldu ekki heyra í þeim. Hvernig stendur á því, að þeir heyrðu það ekki? — Hvernig stendur á því, að þeir skildu mig ekki? Ég heyrði, að Símon spurði: „Er- um við ekki búnir að róa nógu langt út núna?“ „Jú, nógu langt,“ sagði ég. Ég vorkenndi honum; það var hinn, sem ég hataði. Hann dró inn árina og dæsti, en þegar hann lyfti hend- inni til þess að þurrka svitann af

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.