Dvöl - 01.04.1941, Page 50

Dvöl - 01.04.1941, Page 50
128 DVÖL hvíldarlaust. Á bakinu bar hann mal sinn, og byssan hékk um öxl honum. Og ekki þótti þaS lítil furða við Bellsund, þegar allt í einu var kom- inn þangað ókunnur, hrímgrár og skeggjaður skíðagarpur, sem spurði eftir lækninum. En þegar læknir- inn heyrði sögu hans, neitaði hann í fyrstu að fara. Hann sagði, að ár- angurslaust væri að reyna læknis- aðgerðir á manni, sem legið hefði 21/2 mánuð með sundurskotinn fót, þegar komið væri svo mikið drep í sárið, að ýlduþeí legði af því. En hann var læknir, samvizkusamur í hvívetna, og hann furðaði sig á því hugrekki, sem Pétur Trondsen hefði synt. og þeim bróðurhug, sem kom fram, þegar hann var að telja hann á að koma með sér. Hann lét að iokum til leiðast og skipaði að spenna sex hunda fyrir sleðann. En Pétur Trondsen sagði honum, að leiðin, sem þeir yrðu að fara, væri þannig, að hundarnir yrðu meira til trafala en gagns. Bratt væri upp fjallið, og ef nota ætti hið góða skíð'afæri niður hinum megin og fara eins hratt og hægt yrði að' komast, þá myndi ferðin verða svo mikil, að heimsins fljót- ustu hundar hefðu ekkert við, Þeir Pétur og læknirinn borðuðu síðan vel og bundu svo á sig skíðin, og enda þótt Pétur hefði gengið hálft annað dægur hvíldarlaust, hafði læknirinn tæplega við hon- um. Pétur hafði verkfæratösku lækn- isins á bakinu, byssu sína og mal- poka; hafði malurinn verið fylltur af mat handa sjúklingnum. Allt þetta var talsvert þung byrði. Læknirinn var heldur lélegur skiðamaður, en hann var ungur, duglegur og hugrakkur. Hann reyndi að hafa við Pétri eftir mætti, en framan af feröinni gekk það ekki sem bezt. Niður brekkur og fram af hengjum dró læknirinn úr ferðinni. Annað hvort settist hann á skíðin og sparn fótum í snjóinn, eða hann lagðist á skíðastafinn, svo að mjallfokið rauk um hann og djúp rák kom í fönnina, þar sem hann fór. En Pétur vék sér að hon- um og lét hann vita, að ef þeir ættu að komast alla leið, mætti hann ekki vera ragur. „Láttu þau renna, hikaðu ekki. maður. Farðu i slóðina mína og mundu. að þú hefir enga byssu, ef þú verður of langt á eftir og bjarn- dýr kemur.“ Eftir þetta gekk þeim betur, og þegar þeir komu þangað, sem þeir Anton og Óskar höfðust við, þá var læknirinn orðinn sæmilegur skíða- maður. Þegar læknirinn sá áverka An- tons, sagði hann: „Þetta er nú allt annað en glæsi- legt. En Pétur sagði: „Hver djöfullinn! Hann er úld- inn — kasúldinn!“ Síðan tók læknirinn til starfa. Pétur Trondsen og Óskar hjálpuðu honum. Fjórum stundum síðar bar

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.