Dvöl - 01.04.1941, Page 53

Dvöl - 01.04.1941, Page 53
DVÖL engin bót fékkst. Sonurinn lagðist í kör og lézt að fám árum liðnum. III. Hallargeldingarnir. Maður nokkur átti þrjá sonu. Er hann lá banaleguna, bað hann þá að bera upp sína óskina hvern. Tveir eldri bræðurnir óskuðu sér auðs og metorða, en hinn yngsti óskaði sér góðrar konu. Eldri bræðurnir auðguðust nú skjótt, keyptu sér skrautklæði og bjuggu för sína að heiman. Yngsti bróðirinn hvarf einnig að heiman, er hinir voru brott farnir, og kom síðla kvölds að höll einni, en eigi komst hann inn, því að hallarhlið- ið var læst. Kona ein lauk hliðinu Upp. Hann tjáir henni, að hann sé ferðalangur, er hvergi eigi höfði slnu að að halla. Hún bað hann að láta það ekki á sig fá, heldur fylgja sér. Hún gaf honum siðan lostætan diat að eta og gamalt öl að örekka og fylgdi honum síðan til sængur. Morguninn eftir gaf hún honum dúk, sem hafði þá náttúru, að á hann komu hinar dýrustu krásir, ef hann var breiddur út. Næsta dag kom hann að annarri höll, og fór þar allt á sömu leið og kvöldið áður. Þar gaf konan hon- úm stikil, sem vin og hvaðeina hrykkjar, er hann óskaði sér, rann hr, hvar sem hann var staddur. hriðja kvöldið kom hann enn til hallar einnar, og allt fór á sömu lúnd, sem fyrri kvöldin. Nú gaf honan honum skæri, er höfðu þá háttúru, að allt, sem þeim var 131 brugðið á, varð nýtt og fagurt. Á fjórða degi kom hann til konungs- hallarinnar. Þar hitti hann bræð- ur sína báða, skartbúna mjög. Voru þeir hirðmenn hjá konungi. Spurðu þeir bróður sinn, hvað honum væri á höndum. Hann k-vaðst vilja ger- ast konungsþjónn. Þeir spurðu, hvort hann hefði verið geltur. Því kvað hann nei við. Þá sögðu þeir þess engan kost að komast í hirð konungs, heldur yrði hann færður út í hólminn. Hann lézt það gjarna. vilja. Bræður hans hlóu dátt að honum. en hann lét það ekki á sig fá. Síðan var hann tekinn og færður út i hólminn. Um kvöldið var gleðskapur mikill hjá föngun- unum. Konungsdóttirin gerði boð þangað til þess að vita, hvað um væri að vera, og barst þá frétt um dúkinn. Var þá sent eftir eigandan- um, og bauð konungsdóttir honum of fjár fyrir dúkinn, en hann vildi ekki láta hann lausan nema hann fengi að sofa innan dyra í svefn- stofu konungsdóttur. Hún harð- neitaði því fyrst, en þó kom þar, að hún keypti þessu, enda skyldu tveir varðmenn vera inni. Að morgni var hann fluttur út í hólminn að nýju. Nú var dúkurinn á burtu og fangarnir æði hnípnir. En þá tók strákur upp stikilinn góða, og rann úr honum allt, sem þeir óskuðu sér. Nú fór sem fyrr. Konungsdóttur farst fregn um stik- ilinn og gerði hún það kaup við strák, að hann skyldi fá að sitja næturlangt á miðju gólfi í svefn-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.