Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 53

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 53
DVÖL engin bót fékkst. Sonurinn lagðist í kör og lézt að fám árum liðnum. III. Hallargeldingarnir. Maður nokkur átti þrjá sonu. Er hann lá banaleguna, bað hann þá að bera upp sína óskina hvern. Tveir eldri bræðurnir óskuðu sér auðs og metorða, en hinn yngsti óskaði sér góðrar konu. Eldri bræðurnir auðguðust nú skjótt, keyptu sér skrautklæði og bjuggu för sína að heiman. Yngsti bróðirinn hvarf einnig að heiman, er hinir voru brott farnir, og kom síðla kvölds að höll einni, en eigi komst hann inn, því að hallarhlið- ið var læst. Kona ein lauk hliðinu Upp. Hann tjáir henni, að hann sé ferðalangur, er hvergi eigi höfði slnu að að halla. Hún bað hann að láta það ekki á sig fá, heldur fylgja sér. Hún gaf honum siðan lostætan diat að eta og gamalt öl að örekka og fylgdi honum síðan til sængur. Morguninn eftir gaf hún honum dúk, sem hafði þá náttúru, að á hann komu hinar dýrustu krásir, ef hann var breiddur út. Næsta dag kom hann að annarri höll, og fór þar allt á sömu leið og kvöldið áður. Þar gaf konan hon- úm stikil, sem vin og hvaðeina hrykkjar, er hann óskaði sér, rann hr, hvar sem hann var staddur. hriðja kvöldið kom hann enn til hallar einnar, og allt fór á sömu lúnd, sem fyrri kvöldin. Nú gaf honan honum skæri, er höfðu þá háttúru, að allt, sem þeim var 131 brugðið á, varð nýtt og fagurt. Á fjórða degi kom hann til konungs- hallarinnar. Þar hitti hann bræð- ur sína báða, skartbúna mjög. Voru þeir hirðmenn hjá konungi. Spurðu þeir bróður sinn, hvað honum væri á höndum. Hann k-vaðst vilja ger- ast konungsþjónn. Þeir spurðu, hvort hann hefði verið geltur. Því kvað hann nei við. Þá sögðu þeir þess engan kost að komast í hirð konungs, heldur yrði hann færður út í hólminn. Hann lézt það gjarna. vilja. Bræður hans hlóu dátt að honum. en hann lét það ekki á sig fá. Síðan var hann tekinn og færður út i hólminn. Um kvöldið var gleðskapur mikill hjá föngun- unum. Konungsdóttirin gerði boð þangað til þess að vita, hvað um væri að vera, og barst þá frétt um dúkinn. Var þá sent eftir eigandan- um, og bauð konungsdóttir honum of fjár fyrir dúkinn, en hann vildi ekki láta hann lausan nema hann fengi að sofa innan dyra í svefn- stofu konungsdóttur. Hún harð- neitaði því fyrst, en þó kom þar, að hún keypti þessu, enda skyldu tveir varðmenn vera inni. Að morgni var hann fluttur út í hólminn að nýju. Nú var dúkurinn á burtu og fangarnir æði hnípnir. En þá tók strákur upp stikilinn góða, og rann úr honum allt, sem þeir óskuðu sér. Nú fór sem fyrr. Konungsdóttur farst fregn um stik- ilinn og gerði hún það kaup við strák, að hann skyldi fá að sitja næturlangt á miðju gólfi í svefn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.