Dvöl - 01.04.1941, Page 64

Dvöl - 01.04.1941, Page 64
142 D VÖL upp, þegar þau höfðu ekkert að leggja sér til munns framar. Að vísu áttu þau enn fiskinetið, en hvað stoðaði það? í þessu lygna vatni var enginn fiskur; aðeins krabbar og kampalampar skriðu hér á land. Allir sultu. Hver fjöl- skylda var út af fyrir sig og lum- aði á síðustu matarleifunum. Sum- ir áttu þó enn ofurlítinn matar- forða, sem þeir borðuðu í laumi, eftir að náttmyrkrið var skollið á. Þetta gerði fólkið, til þess að þurfa ekki að miðla öðrum. En brátt gengu vistirnar til þurrðar hjá þeim, eins og öðrum, og þá var ekki annað að hafa en krabba- dýrin. Fólkið varð að leggja sér þau til munns hrá, því að ekkert eldsneyti var lengur að hafa. Lan Ying átti í fyrstu erfitt með að borða krabbana hráa. Hún vildi heldur svelta. Faðir hennar mælti fátt. Hann virti dóttur sína fyrir sér og brosti biturt, þegar hún að sólarhring liðnum tók dauðan kampalampa úr krabba- hrúgunni og át. „Ég skal að minnsta kosti aldrei borða þá lifandi," tautaði telpan. Dagarnir liðu. Veturinn var í nánd, með næðingum sínum og bitrum frostnóttum. Hvenær, sem skúr kom úr lofti, urðu þau gagndrepa, og þá hjúfr- uðu þau sig hvert að öðru, eins og hrædd dýr. En það rigndi sjaldan og oftast gátu þau þurrkað tötra sína í sólskininu næsta dag. Lan Ying var orðin hræðilega mögur, og henni var alltaf kalt. Allir voru holdgrannir, bræður hennar sem aðrir, og þeir voru orðnir óhugnanlega hljóðir. Aldrei sáust þeir leika sér, en elzti bróð- ir hennar hjálpaði föður sinum að veiða krabba á hverjum degi. Hún veitti því líka eftirtekt, að andlit móður hennar var orðið fölt og kinnfiskasogið, og hendur hennar, sem höfðu verið rauðar og holdugar, voru nú aðeins bein- in ein. Alltaf hélt hún þó glað- lyndi sínu, og oft varð henni að orði: „En hvað við erum heppin að hafa enn þessa krabba til matar. Það er svei mér gott, að manni er ekki íisjað 'saman." Nú voru þrengslin ekki lengur til ama á innri garðinum. Margir höfðu látizt, svo að nú höfðu þeir svigrúm, sem eftir lifðu. Á þessum hörmungatímum sást aldrei bátur á fljótinu. Lan Ying sat venjulega og horfði út yfir fljótið og hugsaði um öll skipin, sem hún hafði áður séð sigla eftir því. Henni fannst stundum, að það væri engu líkara en að þau væru einu mannverurnar, sem eftir lifðu í heiminum. Hér urðu þau að láta fyrirberast, hrakin og bjargarlaus, hvað sem að hönd- um bæri. Oft sá hún karlmennina tala saman í lágum hljóðum. Þeir voru orðnir bognir í baki og vesaldar- legir og sjúklegir útlits. Þeir ræddu alltaf um flóðið, hvenær það

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.