Dvöl - 01.09.1944, Side 47

Dvöl - 01.09.1944, Side 47
DVÖL 189 Nóbelsverðlaunaakáldið 1944 J(»haiiiies V. Jensen A hverju ári, er líða tekur að hausti, fer forvitni manna að knýja fram getgátur um það; hver hljóta muni bókmenntaverðlaun Nobels það sinn. En nokkur undanfarin ár hafa engin Nobels-bókmennta- verðlaun verið veitt. En nú í haust voru þau veitt á ný og hlaut þau danska skáldið Johannes V. Jensen. Að hljóta Nobelsverðlaun er einn hinn mesti heiður, er skáldi getur hlotnazt. Sænskur verkfræðingur að nafni Alfred Nobel (f. 1^32 og d. 1896) gaf í erfðaskrá sinni 30 millj. króna til sjóðstofnunar, og skyldi vöxtum sjóðsins varið til verðlauna handa þeim, „sem á undanförnum árum hefðu unnið mannkyninu mest til heilla.“ Skyldu verðlaunin vera í fimm flokkum: 1. Fyrir upp- götvanir á sviði eðlisfræði, 2. Fyrir uPPgötvanir í efnafræði, 3. Fyrir hfeðlisfræði og læknavísindi, 4. •P’yrir bókmenntaafrek og 5. fyrir störf í þágu friðar og bræðralags. Fyrstu Nobelsverðlaunin voru veitt árið 1901. Sá, er fyrstur hlaut bökmenntaverðlaun Nobels var franska skáldið R. F. A. Sully- hrudhomme. Aðeins ein manneskja hefur hlot- ið tvenn Nobelsverðlaun. Er það Pólska konan Madame Marie Curie. Hlaut hún þau fyrir afrek í eðlis- fræði og efnafræði. Johannes V. Jensen er fæddur 20. janúar 1873 í svieitaþorpinu Farsö í Vesthimmerland. Hann er því fjörgamall maður, eða 81 árs að aldri, er hann hlýtur þennan heiður. Faðir hans var dýralæknir, en móðir hans — að sögn hans sjálfs — „af vendilskum ættum og veitti nýju blóði inn í ættina, sem verið hafði józkir bændur svo langt aftur sem vitað varð.“ Á barnsaldri var Johannes tíður gestur við stokk afa síns, sem á yngri árum hafði verið víðförull mjög. Gamli mað- urinn var frábær söguþulur og sagði drengnum ógrynni af kyn-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.