Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 80

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 80
222 D VÖL hefst á Aldamótaljóði Hannesar Hafstein. Þar næst skrifar Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri grein er nefnist Um út- breiðslu skóga og skógnytjar — fróð- lega grein og athyglisverða. Auk þeirr- ar greinar ritar Hákon i ritið um starf skógræktar ríkisins, Landgræðslusjóð og fleira. Þá er í ritinu að finna grein eftir Ingvar Gunnarsson, kennara i Hafnarfirði, um hinn fagra og myndar- lega trjágarð Hafnfirðinga, — Hellisgerði. Þá ritar Guðmundur Marteinsson um starfsemi Skógræktarfélags íslands árið 1943. í ritinu eru allmargar myndir prentaðar á vandaðan pappír. Ritið er hin eigulegasta bók og ber vitni um framtak hins ötula og þjóð- nýta skógræktarstjóra. Erskine Caldwell: Hetjur á Helj- arslóð. — Karl ísfeld íslenzkaði. Skálholtsprentsmiðja h. f. 1944. Erskine Caldwell er í hópi þeirra ungra, amerískra rithöfunda, sem mest frægðar- orð hafa getið sér síðasta áratuginn. Kunnastar af skáldsögum hans munu vera „Tobacco Road“ og „God’s Little Acre“. Skipti mjög í tvö horn um mat manna á skáldsögum þessum, er þær komu út; annars vegar feiknarlegt lof — hins vegar fordæming og hneykslun. Viðfangsefnin voru tekin úr skuggahverfum og skúma- skotum amerísks þjóðlífs og stungið hlifðarlaust á þjóðfélagsmeinsemdum. Var gerður grimmdarlegur aðsúgur að hinum unga rithöfundi, sem fékk þó að fullu rétt hlut sinn, m. a. með fulltingi merkra rithöfunda amerískra og annarra menntamanna. Á styrjaldarárunum hefur Caldwell verið langdvölum á Rússlandi og kynnzt af eigin sjón og raun skelfingum þessa geigvænlegasta harmleiks veraldarsög- unnar. Um þá reynslu sína hefur hann skrifað þrjár bækur, og er ein þeirra nú komin út í íslenzkri þýðingu undir nafninu „Hetjur á heljarslóð." Greinir hún frá ósegjanlegu grimmdaræði, sem óbreyttir borgarar, börn, konur og gam- almenni, hafa orðið að þola af hendi þýzkra nazista — og hetjulegri baráttu rússneskra skæruliða við dáta Hitlers. Hér er ekki rúm til þess að skýra gerla frá atburðum sögunnar, en brugð- ið er upp í henni átakanlegum myndum á meðferð Þjóðverja á varnarlausu fólki, þolgæði þess og þrautseigju, og aðdáan- legu hugrekki skæruliða við njósnir og skemmdarverk. Óneitanlega getur því flökrað að lesandanum, að nokkurt reyf- arabragð sé að frásögnunum með köfl- um og áróðurskeimur. En hvað skal for- taka? Getur þetta ekki hafa gerzt? Málið á „Hetjur á Heljarslóð" er yfir- leitt gott og frásögnin lipur, eins og vænta mátti frá hendi Karls ísfelds. Þó er sá ljóður á, að samtölin eru sums staðar varla nógu lífræn. Aðfinnsluvert er það líka, að þýðandi skuli ekki hafa aðhæft rússnesku nöfnin íslenzkum framburði, eftir því sem verða mátti, heldur hafa á þeim enska ritháttinn, eins og til dæm- is; Mikhail, Natasha, Pyodor og Shura. Nafnið á sögunni er heldur ekki neitt sérlega skáldlegt í hinum íslenzka bún- ingi, a. m. k. í augum þeirra, sem vita, að hún heitir á frummálinu „All Night Long“. L. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.