Valsblaðið - 01.05.2004, Page 6

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 6
íramkvæmdip nokkurs íþróttaíélags á íslandi flpsskýrsla aðalstjdrnan 2004 Reynir Vignir fyrrverandi formaður Vals og Grímur Sœmundsen leggja blómsveig við minnismerkið um Sr. Friðrik Friðriksson 11. maí 2004. Stjórnun félagsins Aðalfundur ársins 2004 var haldinn þann 12. maí sl. Svali Björgvinsson, ritari gekk þá úr stjóm og í hans stað tók Elín Konráðsdóttir sæti í stjórninni. Elín sýndi m.a. mikinn eldmóð við að undir- búa og gera veglega Vorgleði Vals að veruleika sl. vor, eins og vikið verður að síðar í þessari skýrslu. Annars var stjórn- in þannig skipuð: Gnmur Sæmundsen, formaður Hörður Gunnarsson, varaformaður Elín Konráðsdóttir, ritari Hans Herbertsson, gjaldkeri Arni Magnússon, meðstjórnandi Karl Axelsson, meðstjórnandi Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Haraldur Daði Ragnarsson, formaður handknattleiksdeildar Guðmundur Guðjónsson, formaður köifuknattleiksdeildar Svanur Gestsson og Elín Elísabet Baldursdóttir hafa staðið vaktina í íþróttahúsinu auk hins síunga Sverris Traustasonar. Sveinn Stefánsson er fram- kvæmdastjóri sem fyrr og nýtur nú stuðn- ings íþróttafulltrúans Þórðar Jenssonar við skipulagningu og umsjón bama- og unglingastarfs félagsins. Brynja Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri og bókhaldari félagsins, hætti störfum hjá okkur sl. sumar og hvarf til starfa á öðrum vettvangi. Brynja sinnti fjármál- um og bókhaldi Vals á erfíðu tímabili hjá félaginu og oft hefur væntanlega reynt á þolinmæðina, þegar fjárhagurinn var sem verstur. Brynju em þökkuð vel unnin störf fyrir Val. Okkur hefur ekki tekist að fylla hennar skarð. Þau ánægjulegu tíðindi bárust í maí sl. að Reykjavíkurborg hefði tekið ákvörð- un um að styrkja Val fjárhagslega til ráðningar íþróttafulltrúa. Valur hafði lok- ið gerð íþróttanámskrár sl. vor og m.a. notið til þess starfskrafta Þórðar íþrótta- fulltrúa, sem við höfðum frumkvæði að því að fá til félagsins á sl. ári þrátt fyrir 6 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.