Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 12
Viðurkenningar
íris flndpésflótiir j^JJals
íris Andrésdóttir fyrirliði íslandsmeistara Vals og fastamaður í landsliðinu á fullri ferð
sumarið 2004. (FKG)
Það er árviss atburður hjá Val að út-
nefna íþróttamann ársins í hófi að
Hlíðarenda á gamlársdag. Iris Andrés-
dóttir var valin íþróttamaður Vals
2003 en hún er fyrirliði mcistarafiokks
kvenna í knattspyrnu sem ber um
þessar mundir uppi merki félagsins á
knattspyrnuvellinum. Auk þess er hún
fastamaður í landsliði Islands og ald-
ursforseti meistaraflokks kvenna hjá
Val, einungis 24 ára gömul.
íþróttamaður Vals er valinn af for-
mönnum deilda, formanni félagsins og
Halldóri Einarssyni (Henson) sem er
gefandi verðlaunagripanna. Árið 2003
var valinn í 12. sinn íþróttamaður Vals.
Grímur Sæmundsen formaður Vals hélt
ávarp við þetta tækifæri og sagði m.a.
Ágætu Valsmenn, góðir gestir
Iris Andrésdóttir er uppalin að Hlíðarenda
utan nokkur ár í upphafi þar sem hún tók
strákana í Víkingi í bakaríið. Hún spilaði
með Val gegnum alla yngri flokka og lék
einnig með unglinga- og ungmennalands-
liðum Islands í knattspymu.
Iris hóf að æfa með m.fl kvenna að-
eins 15 ára og á því nú þegar að baki 9
ára feril í m.fl. kvenna í knattspymu
þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára.
Iris hefur eflst mikið undanfarin 2 ár
sem knattspymukona undir stjórn Helenu
Olafsdóttur landsliðsþjálfara, og átti án
efa sitt besta keppnistímabil til þessa á því
ári, sem nú er brátt á enda.
Hún tók við fyrirliðastöðu m.fl.
kvenna sl. vor og vann sér fast sæti á ár-
inu í hinu sigursæla og vinsæla kvenna-
landsliði í knattspyrnu.
Iris fór fyrir sínu liði, sem vann alla
titla sem í boði vom í kvennaknattspyrnu
árið 2003 utan þann sem við Valsmenn
slægjum síst hendi á móti - íslandsmeist-
aratitilinn.
Stelpurnar urðu Reykjavíkurmeistarar,
deildarbikarmeistarar og íslandsmeistar-
ar innanhúss, en að sjálfögðu bar hæst
sigur í bikarkeppni KSÍ, annarri stærstu
keppni ársins í kvennaknattspymu. Þar
bám þær sigurorð af ÍBV 3-1 og sýndu
frækilega frammistöðu eftir að hafa lent
0-1 undir í upphafi leiks. Annar bikar-
meistaratitillinn á þremur árum í höfn
hjá stelpunum og þær í úrslitum keppn-
innar sl. 3 ár. Glæsilegur árangur.
Þetta er árangur sem við Valsmenn
viljum sjá - við viljum vera bestir -
alltaf.
Nú horfum við til annarra meistara-
flokka félagsins í knattspymu, hand-
knattleik og körfuknattleik og vonum að
frábær frammistaða írisar og m.fl.
kvenna í knattspymu verði þeim hvatn-
ing til dáða.
Sigurhefðin er sannarlega til staðar á
Hlíðarenda, eins og áður hefur verið vik-
ið að.
VíV) óskwn Irisi
til hamingju með kjörið
íþróttamaður Vals - síðustu áriu
2004
Tilkynnt á gamlársdag
2003
íris Andrésdóttir, knattspyrna
2002
Sigurbjörn Hreiöarsson, knattspyrna
2001
Rósa Júlía Steinþórsdóttir, knattspyrna
2000
Kristinn Lárusson, knattspyrna
1999
Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir, knattspyrna
1998
Guðmundur Hrafnkelsson, handknattleikur
12
Valsblaðið 2004