Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 13
Viðurkenningar
AfreksmennValS
Á gamlársdag er ávallt kjörinn
íþróttamaður Vals, en árið 2003 voru
fjórir Valsmenn sæmdir viðurkenn-
ingu ineð sæmdarheitinu Afreksmaður
Vals, en þeir eiga það allir sameiginlegt
að hafa verið valdir íþróttamenn árs-
ins af samtökum íþróttafréttamanna.
Þessir Valsmenn eru:
* Sigríður Sigurðardóttir, íþróttamaður
ársins 1964, fyrirliði íslandsmeistara
Vals og kvennalandsliðs íslands í
handknattleik sem varð Norðurlanda-
meistari árið 1964.
Sigríður Sigurðardóttir.
* Jóhannes Eðvaldsson, Iþróttamaður
ársins 1975, fyrirliði Vals og karla-
landsliðs íslands í knattspymu. Anna
systir hans tók við viðurkenning-
unni.
* Geir Sveinsson, íþróttamaður ársins
1997, fyrirliði fslandsmeistara Vals
og karlalandsliðs íslands í handknatt-
leik.
* Ólafur Stefánsson, fþróttamaður árs-
ins 2002 og 2003, sem er einstakur
árangur einstaklings í flokkaíþrótt,
íslandsmeistari Vals og núverandi
máttarstólpi í karlalandsliði íslands í
handknattleik og einn besti hand-
knattleiksmaður heims.
Anna Edvaldsdóttir systir Jóhannesar
Edvaldssonar.
Grímur Sæmundsen fonnaður Knatt-
spymufélagsins Vals flutti við það tæki-
færi ávarp og sagði m.a.
Ágætu Valsmenn, góðir gestir.
Spyrja má af hverju erum við Valsmenn
að heiðra þennan glæsilega hóp núna?
Því er til að svara að í fyrsta lagi er það
löngu tímabært og í öðru lagi eru þessir
afreksmenn lifandi sönnun þess að
Knattspyrnufélagið Valur er eitt mesta
afreksfélag íslands í hópíþróttum með
áratugasigurhefð. Þegar við Valsmenn
hefjum nýja glæsilega uppbyggingu á
Hlíðarenda, er mikilvægt að okkur sjálf-
Geir Sveinsson.
um og ekki síður öðrum sé ljóst að við
ætlum ekki að skapa steinsteypta um-
gjörð um eitthvað sem ekkert er.
Við ætlum að skapa einu mesta afreks-
félagi íslands í hópíþróttum aðstöðu til
að halda áfram að ala upp einstaka af-
reksmenn í íþróttum og leiðtoga en allir
þessir einstaklingar eru ekki einungis af-
reksmenn heldur einnig fyrirliðar og
máttarstólpar og frábærar fyrirmyndir
fyrir íþróttaæskuna, ekki aðeins í Val
heldur á öllu landinu.
Það er skemmtilegt að skoða tölfræði í
vali íþróttamanns ársins sem fyrst fór
frarn árið 1956 og hefur íþróttamaður
ársins því alls verið valinn 48 sinnum.
Þrettán sinnum af þessum 48 skiptum
hefur einstaklingur í hópíþrótt verið val-
inn. Við Valsmenn eigum 5 tilnefningar
af þessum 13 eða tæpan helming! Það
kemst enginn þar sem Knattspymufélag-
ið Valur hefur hælana í þessu efni.
Ólafur Stefánsson.
Ágætu Valsmenn.
Við lifum samt ekki á fomri frægð. Þetta
einvalalið sem við ætlum nú að heiðra á
að vera okkur hvatning til þess að nýr
Hlíðarendi verði áfram uppeldisstöð ís-
lenskra afreksíþróttamanna. Slíkt er að-
eins undir okkur sjálfum komið.
Valsblaðið 2004
13