Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 16

Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 16
Um jafnréttismái í íþróttum Sigríður telur að kjör hennar sem íþrótta- maður ársins hafi verið mjög hvetjandi fyrir hana sjálfa til að standa sig enn bet- ur og einnig hafi titillinn verið ákveðin skilaboð til kvenna að leggja stund á af- reksíþrótlir og síðast en ekki síst hafi kjörið aukið áhuga steipna á handbolta hér á landi. „Mér hefur fundist uppskera kvenna verið heldur rýr í kjöri íþrótta- manns ársins alla tíð og stundum hefur engin kona verið í hópi 10 efstu. Mér hefur fundist afrekskonur í íþróttum ekki fá nægjanlega athygli og kjör íþrótta- manns ársins endurspeglar það að mínu mati,“ segir Sigríður ákveðin. Guðríður segist ekki alveg vera sammála þessu þar sem konur hafi einfaldlega ekki náð eins góðum árangri á heimsmælikvarða og karlar og sjaldnast komið til greina sem fþróttamenn ársins, en þó hefðu þær stundum getað verið fleiri á listanum og ofar, en þó tæplega oft sem íþróttamenn ársins. Guðríður í fótbolta og handbolta Guðríður er elsta dóttir þeina Sigríðar og Guðjóns, fædd árið 1961. Hún byrj- aði komung í vöggu að dvelja löngum stundum í Valsheimilinu og fór fljótlega að fylgjast með handbolta. „Ég byrjaði að æfa ung fimleika og að æfa handbolta með Val 9 ára gömul en þá voru engir sérstakir yngri flokkar, ég spilaði með miklu eldri stelpum. Síðan fór ég að æfa með ÍR þegar fjölskyldan flutti hingað í Breiðholtið en ég fann mig aldrei þar, þannig að leið mín lá 12 ára til Fram með ýmsum stelpum sem ég þekkti og þar var ég allan minn feril í handbolta. Einnig æfði ég fótbolta með Breiðablik og á tímabili lék ég bæði í landsliðinu í handbolta og fótbolta, lék handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Ég lék fyrstu 7 landsleiki Islands í fótbolta en síðan einbeitti ég mér að handbolta og lék fjölmarga landsleiki og hætti ekki að leika handbolta með Fram fyrr en 1999. Ég efast um að nokkur hafi unnið fleiri titla í handbolta en við stelpumar í Fram, vorum ákaflega sterkar árum saman, samheldur hópur sem vann til ótal verð- launa. Þegar ég byrjaði í meistaraflokki Fram 1975, 14 ára undir stjórn pabba þá lék ég á móti ýmsum vinkonum mömmu með gullaldarliði Vals og viðureignir þessara félaga voru alltaf skemmtilegar og spennandi en með tímanum náðum við í Fram smám saman yfirhöndinni. Við urðum fyrst íslandsmeistarar 1975 og unnum síðan titilinn 5 ár í röð og svo 7 ár í röð,“ segir Guðríður með stolti og segist samtals hafa orðið Islandsmeistari 12 sinnurn með Fram og bikarmeistari 12 sinnum. Dygjgur stuðningur foreldra við íþrottaiðkun systranna Systumar Guðríður, Díana og Hafdís segja allar að foreldrar þeirra hafi hvatt Guðríður í marki í landsleik í knatt- spyrnu. þær til dáða í íþróttum og stutt dyggilega við bakið á þeim alla tíð og hafi sá stuðningur verið ómetanlegt veganesti. Einnig segja þær að fimleikar og dans hafi verið mikilvægur undirbúningur fyr- ir handboltann, góð alhliða þjálfun. Þær segja að foreldrar þeirra hafi verið mjög duglegir að mæta á leiki hjá þeim alla tíð og í dag er Sigríður ein af dyggustu stuðningsmönnum Vals, mætir á alla leiki sem hún hefur tök á og hvetur stelpunar til dáða, bæði Díönu sem leik- ur með liðinu og Guðríði sem þjálfar lið- ið, og auðvitað liðið sem heild. Foreldrar Sigríöar sáu liana einu sinni í handbolta Sigríður segist ekki hafa fengið slíkan stuðning frá foreldmm sínum, þeir hafi lítið sem ekkert skipt sér af íþróttaiðkun hennar og hana minnir að foreldrar hennar hafi séð einn leik í handbolta sem hún lék, tímamir séu svo sannarlega breyttir í dag. I þá daga hafi foreldrar ekki verið að eyða tíma í að horfa á krakka leika sér í íþróttum. „Mér frnnst æðislega gaman að koma á Valsleiki núna og fylgjast með dætmm mínum, ég reyni að missa ekki úr leik,“ segir dyggi stuðningsmaðurinn Sigríður. Hafdís í handbolta hjá Fram Hafdís miðsystirin, fædd 1968 byrjaði einnig í fimleikum og dansi en lék með Val í efstu deild undir stjórn Guðríðar Hafdís Guðjónsdóttir í Evrópuleik við Polisenfrá Svíþjóð 1991 í Gautaborg. 16 Valsblaðið 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.