Valsblaðið - 01.05.2004, Page 19

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 19
eftir Frímann Helgason Hópmynd af Valsliðinu ásamt Þórarni Eyþórssyni þjálfara 1960. Efst frá vinstri: Hrefna, Sigrún Guðmunds, Elín, Sigrún Geirs, Asa, Katrín, Sigríður, Olöf, og Guð- björg. Mér datt þá í hug að fara til Jóns vinar míns í Isafold og spyrja hann um þetta, sem skeð hafði á Skaganum, því ég vissi að hann var þar. Þegar ég hafði lagt fyrir hann spuminguna um þetta, sem skeði á Akranesi, tók að breiðast yfir andlit Jóns bros, sem smátt og smátt varð að mildum aðdáunarsvip. Ég var farinn að halda að ég ætti að lesa það út úr svip hans, sem þar hafði gerst, því honum virtist tregt tungu að hræra. Það var greinilegt, að Jón var að leita að nógu sterkum lýsingarorðum til að tjá það sem í huganum bjó, og smátt og smátt fóru að koma slitróttar setningar með hástemmdum lýsingum á því sem skeð hafði og hann færðist allur í aukana eftir því sem líður á frásögnina, sem var eitthvað á þessa leið: - Þú hefðir bara átt að sjá hana Siggu uppi á Akranesi á íslandsmótinu. Það hefðu allir Valsmenn átt að sjá hana í þessum leikjum. Hún verður mér ógleymanleg fyrir frammistöðu sína þar meðan ég minnist handknattleiks kvenna. Og svona hélt hann áfram góða stund. Loks komst ég að og spurði: Hvað skeði? - Það var svo stórkostlegt að það er ekki hægt að lýsa því, menn verða að horfa á það til þess að fá rétta mynd af því. Það var greinilegt, að Jóni var enn mikið niðri fyrir, en loks tekur hann að róast og þá fara línumar á frásögninni að skýrast. - Ég vil benda þér á, að Þórarinn, þjálfari stúlknanna, var veikur, þegar þær fóru upp á Akranes til þátttöku í mótinu, en það mun ekki hafa komið fyrir áður, að hann væri ekki viðstaddur slíkt stór- mót. Hann er leiðtogi þeirra, sem stúlk- urnar bera, að ég held, takmarkalaust traust til, enda hefur hann verið lífið og sálin í flokknum um langt skeið. Mér er ekki grunlaust um, að Sigga hafi skynjað áhrif þess, að Þórarinn var ekki meðal hópsins og að hún hafi litið á það sem skyldu sína að reyna að bæta það upp, sem vantaði eins og hún mögu- lega gæti. Henni var ljóst, að stúlkurnar í hinum félögunum mundu álíta, að „Þór- arinslausar“ væru þær veikari fyrir og nú væri að sækja að þessu ósigrandi vígi með þeim tökum, sem þær hefðu yfir að ráða. Það mátti lesa í hug hennar og svip að hún, sem fyrirliði, mátti ekki láta neinn bilbug á sér finna hvorki utan vall- ar né innan, þótt eitthvað syrti í álinn. Og ekki er ólíklegt, að aldrei hafi Sigga bet- ur séð þá þakklætisskuld, sem Valsstúlk- urnar stóðu í við Þórarin, og nú væri það hennar og þeirra stolt að sigra í þessu móti, vegna hans. Þetta fannst mér liggja einhvernveginn í loftinu. Þegar leikimir hófust leyndi það sér ekki, að stúlkumar í hinum liðunum vissu hvaðan þeim var mest hætta búin í leikjum sínum við Val: Siggu skyldi gætt, hvað sem það kostaði og ef ein dygði ekki skyldu fleiri koma til. Og það sýndi sig, að þessar ráðstafanir voru ekki að ástæðulausu, en þær dugðu hvergi, slíkur var kraftur Siggu og baráttuvilji fyrir félag sitt. Hún varð fyrir því óhappi, að fá slæmt högg á hendi, sem var það alvarlegt, að við vildum að hún leitaði læknis, en við það var ekki komandi og ekki nóg með það, við urðum að lofa því næstum undir eið, að láta engan um þetta vita og forð- ast að láta það berast til stúlknanna í hin- um félögunum, það mundi efla þær í sókninni og stúlkumar í hennar liði máttu helst ekki vita þetta heldur, það mundi ef til vill draga úr trú þeirra á sigur, ef fyrir- liðinn væri vanheill á hendi. Nei, sagðist ekki vera komin upp á Akranes til þess að vera sveipuð inn í sárabindi. Hún væri komin hingað, ásamt hinum Valsstúlkun- um, til að vinna þetta mót. Það leyndi sér ekki að í leik hennar, hvatningarorðum til leiksystra sinna, að þetta var henni rnikið alvörumál og þó varð hún í hverjum leik fyrir sérstakri aðsókn í tíma og ótíma, sem knúði hana til meiri átaka en eðlilegt var. Ég gleymi aldrei eitt sinn, þegar hún var komin inn á línu til að skjóta og lætur sig falla inn á teiginn, en fallið var þungt, því hún hafði tvær úr vörninni á bakinu og skall á steinsteyptan völlinn. Kom hún litlu síðar til okkar og bað um plástra á sárin, en satt að segja var erfitt að átta sig á hvar ætti helst að líma þá. Samt var það gert. Eftir skamma stund sáum við hana rífa þá af aftur. Hún sagði síðar, að þeir hefðu þvælst fyrir og svo lét hún sig hafa það að halda áfram með hálf skinnlausa lófa, og sársaukinn kvaldi. Þannig hélt hún áfram til síðustu sekúndu í úrslita- leiknum- og hún stóð við það sem hún sagði: Valur vann mótið. Valsblaðið 2004 19

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.