Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 28
Fyrsti Islandsmeistaratitill trá 1989 í meiMiokki og bjart framundan Skýrsla knattspyrnudeildar 2004 Stjórn knattspymudeildar Vals starfsárið 2003-2004 skipa: E.Börkur Edvardsson, formaður Jón Grétar Jónsson, varaformaður Guðjón Olafur Jónsson Kjartan Georg Gunnarsson Jón S. Helgason Eggert Þór Kristófersson Björn Guðbjömsson, formaður kvennaráðs Jón Höskuldsson, formaður unglingaráðs Á nýliðnu starfsári störfuðu í ung- lingaráði, auk formanns Jóns Höskulds- sonar, þau Bára Bjarnadóttir, Gríma Huld Blængsdóttir, ritari, Guðni Olgeirs- son, gjaldkeri, Marta María Stefánsdóttir og Sigurður Haraldsson. Sú breyting verður nú á skipan ráðsins að Bára Bjarnadóttir lætur af störfum og í stað hennar kemur Jónína Ingvadóttir nú til starfa í unglingaráði. Starf unglingaráðs var að vanda viðamikið en verkin unnust vel undir styrkri leiðsögn Jóns Höskuldssonar for- manns. Unglingaráð knattspymudeildar Vals hefur yfirumsjón með starfí yngri flokka Vals, annast m.a. ráðningar þjálf- ara og markar stefnu fyrir starfsemi yngri flokka félagsins í knattspymu. Einnig leggur unglingaráðið áherslu á góð tengsl við foreldra iðkenda, vímu- varnir og fjölbreytta félagsstarfsemi í öll- um flokkum, m.a. til að vinna gegn brottfalli úr íþróttaiðkun. Á liðnu starfsári störfuðu 18 þjálfarar við 9 flokka iðkenda, bæði aðalþjálfarar og aðstoðarþjálfarar með skriflega samn- inga til eins eða tveggja ára. Nokkur breyting verður á skipan þjálfara nú á þessu hausti: Olafur Brynjólfsson hættir sem þjálf- ari 3. fl. kv. og við tekur Soffía Ámunda- dóttir, sem Valsmenn þekkja, enda hefur hún séð um Sumarbúðir í borg. Þá hættir Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir þjálfun 4. fl. kv. og við tekur Margrét Jónsdóttir fyrrum leikmaður meistara- flokks. Þá hefur verið stofnaður 7. fl. kv. og mun Rakel Adolphsdóttir verða þjálfari flokksins, en Rakel hefur verið aðstoðar- þjálfari 6.11. kv. Sömu þjálfarar munu þjálfa 5. og 6. fl. kv., þær Elísabet Gunnarsdóttir og Lea Sif Valsdóttir. Guðmundur Brynjólfsson verður áfram þjálfari 3. fl. ka. og Þór Hinriksson þjálfari 4. fl. ka. Gylli Sig- urðsson þjálfaði 5. 11. ka. og svo verður áfram. Haustið 2003 tók Bjami Ólafur Eiríks- son að sér þjálfun 6. fl. ka. til bráða- birgða meðan leitað var að þjálfara á flokkinn til frambúðar. Á vormánuðum tóku þeir Skúli Sigurðsson og Jónas Hróar Jónsson við störfum sem þjálfarar flokksins. Þá var Benedikt Bóas Hinriksson þjálfari 7. fl. ka. Unglingaráð og stjóm knattspyrnu- deildar þakkar þeim þjálfurum sem nú láta af störfum fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar öllum þjálfurum velfam- aðar í erfiðu og krefjandi starfi. Sœitnn Sif Heiðarsdóttir 5. fl. kv. á fullri ferð á Gull- og silfurmótinu. (FKG) Unglingaráð hefur undirbúið útgáfu á bæklingi til kynningar á starfi allra yngri flokka félagsins, foreldrastarfí og öðm sem máli skiptir. Utgáfunni var frestað í lok sumars og meiningin að gefa úl mun veglegra kynningarrit en áður hefur verið gert, með myndum frá mótum sumarsins. Gert er ráð fyrir að hinn nýi bæklingur líti dagsins ljós fljótlega. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari meistara- fl. kvenna spennt á hliðarlínunni. (FKG) Knattspyrnuskóli VALS og SMITH & NORLAND var rekinn með breyttu fyrirkomulagi þar sem áhersla var lögð á einstaklingsþjálfun eldri þátttakenda. Skólastjóri í sumar var Elísabet Gunnars- dóttir og naut hún aðstoðar Guðmundar Brynjólfssonar, Sigurbjöms Hreiðarsson- ar, Dóru Stefánsdóttur, Jóhönnu Láru Brynjólfsdóttur o.fl. Uppskeruhátíð dciklarinnar 2004 var haldin sunnudaginn 3. október að viðstöddu miklu fjölmenni. Viðurkenn- ingar vom veittar og gerðu þjálfarar grein fyrir gengi flokka sinna. Að lokinni afhendingu viðurkenninga bauð knatt- spymudeild Vals til kaffisamsætis í há- tíðarsal félagsins. Sá háttur var hafður á verðlaunaafhendingu yngri llokka Vals í ár að veita öllum iðkendum verðlauna- pening. Að auki er í 4.-7. flokki drengja og 4. -6. flokki stúlkna veitt viðurkenn- ingin „Liðsmaður tlokksins." Var sú við- urkenning veitt í þriðja sinn í stað viður- kenningarinnar „Leikmaður flokksins.“ Er þetta gert í anda stefnuyfirlýsingar ÍSÍ um bama- og unglingaíþróttir og einnig Knattspyrnu- og uppeldisstefnu Vals frá 2002. 28 Valsblaðíð 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.