Valsblaðið - 01.05.2004, Side 29

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 29
Starfið er margt Gerður Guðnadóttir, Sæunn Sif og Katrín Gylfadóttir fagna einu af mörgum mörkum sumarsins í 5.flokki. (FKG) Á uppskeruhátíð yngri flokkanna 2004 var ný viðurkenning veitt í fyrsta sinn. Um nokkurra ára skeið hafa verið veitt sérstök verðlaun til iðkanda í 3. fl.ka, svonefndur Bemburg-skjöldur. Ákveðið var af unglingaráði, með til- styrk stjómar knattspyrnudeildar að hvfla þá viðurkenningu um sinn og veita „nýja“ viðkenningu til iðkenda í 3. fl. ka. og kvenna. Leitaði ráðið í þessum efnum til KB banka við Hlemm sem tók mjög fúslega þeirri málaleitan unglingaráðs að kosta veðlaunagripi fyrir þessa viður- kenningu. í samtölum formanns unglingaráðs og Þorsteins Ólafs útibússtjóra bankans kviknaði sú hugmynd að kenna þessa viðurkenningu við séra Friðrik Friðriks- son og kalla viðurkenninguna „Friðriks- bikarinn“ enda við hæfi þar sem nafn hans tengist svo mjög sögu knattspym- unnar í Val. Viðurkenninguna, sem er veglegur far- andbikar og annar til eignar, skal veita árlega til iðkenda í 3. fl. ka. og kv. sem þykja skara framúr í félagsþroska innan vallar sem utan. I ár hlutu viðurkenning- una þau Árni Heiðar Geirsson og Berg- dís Bjamadóttir. Eru KB banka færðar sérstakar þakkir við aðstoðina. Nánar er fjallað um Friðriksbikarinn annars staðar í blaðinu. Elvar Már Svansson hafði á starfsárinu umsjón með skipulagi dómararstarfa. Að dómaramálum þetta árið komu einnig Þórður Jensson íþróttafulltrúi og Sigurð- ur Haraldsson. Einhver fjölgun varð á starfskröftum í þetta óeigingjama starf en enn má betur gera í þeim málum. Ljóst er að of fáir dómarar fást enn til starfa fyrir félagið og er brýnt að fjölga þessum störfum. Mun verða unnið að því áfram. Valur tók þátt í öllum hefðbundnum mótum á vegum KSÍ og KRR auk ann- arra móta sem haldin voru af félögum vítt og breitt um iandið. 3. fl. kv. var hársbreidd frá því að leika til úrslita á Is- landsmótinu, en stúlkurnar töpuðu naumlega í undanúrslitaleik við KA. Þær bættu fyrir tapið með því að vinna gull- verðlaun á haustmóti KKR nokkrum dögum síðar. 3. fl. ka. vann sig upp í A- deild Islandsmótsins. Árangur í 4. fl. ka og kv. olli vonbrigðum þetta árið, enda var árangur flokkanna langt undir öllum væntingum. Urðu flokkamir neðstir í sínum riðlum á íslandsmótinu. Við svo búið verður ekki látið standa og ljóst er að framundan er mikið og krefjandi upp- byggingarstarf nýrra þjálfara flokkanna. Öðrum flokkum félagsins gekk mjög vel á þeim mótum sem flokkarnir tóku þátt í, þ.e. 5.-7. fl. Valur tók í annað sinn þátt í Rey Cup með þeim árangri að 3. fl. varð Rey Cup- meistari. I heild má segja að starfið í flokkunum hafi gengið vel þótt ætíð megi bæta ár- angurinn inni á vellinum. 2. flokkur karla Árangurinn var frábær hjá strákunum og urðu þeir í 2. sæti á Reykjavíkurmót- inu en gerðu gott betur á íslandsmódnu og sigruðu í B riðli og unnu sér þar með sæti meðal hinna bestu. Þjálfara liðsins Jóhanni Gunnarssyni eru þökkuð góð störf fyrir félagið en hann hefur látið af störfum og við hefur tekið Ólafur Brynj- ólfsson. 3. flokkur karla Frábær árangur hjá lærisveinum Guð- mundar Brynjólfssonar og Sævars Hjálmarssonar náðist á liðnu sumri og ljóst er að framtíðin er björt hjá þessum strákum. Strákamir sigruðu með yfir- burðum sinn riðill á Islandsmótinu og munu spila í A deild að ári bæði A og B lið. Jafnframt gerði knattspyrnudeild Vals samning við fyrirliða flokksins Anton Rúnarsson og er hann þar með yngsti leikmaður Vals sem gert hefur samning við félagið. 4. flokkur karla Betur má ef duga skal og ekki skal gefast upp. Ljóst er að drengirnir áttu undir högg að sækja og féllu bæði A og B lið niður í B riðil á fslandsmótinu. Efniviðurinn er til staðar og með sam- stilltu átaki þjálfara, unglingaráðs og for- eldra eru drengjunum allir vegir færir í framtfðinni. Ljóst er að hlúa þarf að þessum flokki og búa þeim það vel í haginn að árangur náist. 5. flokkur karla Þarna er góður hópur á ferðinni af framtíðar liðsmönnum hjá Val og ljóst að Gylfi þjálfari er að vinna gott verk. Ár- angurinn á íslandsmótinu var ekki mjög góður en ljóst er að tækifærin til að bæta sig eru til staðar og er það jákvætt. Áfram strákar. 6. flokkur karla Fyrirmyndarstrákar innan jafnt sem utan vallai'. Stóðu fyrir sínu í sumar og voru sér og félaginu til sóma hvar sem þeir vom að leik og störfum. Sérstaklega var gaman að fylgjast með strákunum (og for- eldrunum) á Shell mótinu í Eyjum og var haft að orði hjá foreldrum stráka annarra liða hve gaman væri í Val. Foreldraráð flokksins var öflugt og margir sem lögðu hönd á plóg og gerðu þar með verkefni sumarsins skemmtileg og lærdómsrík. Valsblaðið 2004 29

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.