Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 37

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 37
Eitip Guðna Olgeirsson hafi sýnt það í verki og gert stúlkum og drengjum jafn hátt undir höfði varðandi æfingar og keppni. Valur sé í dag með kvennaflokka í knattspyrnu í öllum flokkum og árangur þeirra hefur ekki verið síðri en drengjanna. - Hversu mikilvœgt er að ykkar mati að iðkendur Vals í dag þekki til sr. Friðriks? Þorsteinn segir að sr. Friðrik haft verið í fararbroddi í æskulýðsstarfi. „Hann var mjög næmur á þarfir ungu kynslóðarinn- ar og innan KFUM og KFUK spruttu fram starfsgreinar á borð við kvöldskóla, bókasafn, skátafélag, bindindisfélag, taflflokkur, hannyrðadeild, lúðrasveit, söngflokkar, sumarbúðir o.fl. og er þama ógetið knattspyrnufélög en sr. Friðrik stofnaði ekki aðeins Val heldur einnig Hauka. Sr. Friðrik leitaði sífellt nýrra leiða til þess að byggja upp félagsstarf á kristnum gildum sem mætt gæti þörfum æskunnar og skapað góða sál í hraustum likama. Vegna þessa teljum við mikil- vægt að iðkendur í Val og víðar þekki til verka sr. Friðriks,“ segir Þorsteinn. - Hvað var mikilvœgasta framlag sr. Friðriks til knattspymu hér á landi og hjá Val? Að hvaða leyti var hann á und- an sinni samtíð? Þeir félagar vilja meina að mikilvæg- asta framlag sr. Friðriks hafi verið stofn- un Vals. Margt fleira mætti nefna svo sem það að hann flutti merka ræðu - „FAfR PLAY“ við vígslu fótboltasvæðis KFUM þann 6. ágúst 1911. Þessi ræða var stórmerkileg og augljóst að hann var langt á undan sinni samtíð því FIFA - Al- þjóða knattspyrnusambandið - kynnir til leiks „FAIR PLAY“ næstum 100 árum síðar! Árni Heiðar Geirsson 3. flokki. í þessari ræðu sr. Friðriks má lesa nokkur gullkom, svo sem: „Leikurinn óprýkkar við allt ósæmilegt. Hjer á þess- um velli má aldrei heyrast ljótt orðbragð, ekkert blótsyrði, engin keksni, engin særandi orð, enginn gámngaháttur nje háreysti!" og síðan ekki síst þetta: „Leggið alla stund á að leggja fegurð inn í leik yðar, látið aldrei kappið bera feg- urðina ofurliði." - Þorsteinn, segðu frá tilurð þess að KB banki kom að þessu máli. Hvaða gildi hefur þetta fyrir KB banka? „Við Jón ræðum oft um okkar félag, Val. Þar erum við samherjar en í enska boltanum andstæðingar, hann með Chel- sea og líður vel í dag, en ég með mínu gamla góða Manchester United. Það var í haust að Jón sagði að unglingaráð hefði ákveðið að veita viður- kenningu stúlku í 3. flokki í knattspymu sem þykir hafa sýnt mestan félagslegan þroska og verið öðrum Valsstúlkum til fyrirmyndar, innan vallar sem utan. Jón sagði það hafa verið óheppilegt á tímum jafnréttis að drengjamegin í 3. flokki væri veittur Bemburgskjöldur af sama tilefni en engin viðurkenning væri til stúlku. Hann leitaði því til mín og spurðist fyrir hvort KB banki væri til í að gefa verð- launin. Ég tók strax vel í beiðni Jóns og var honum hjartanlega sammála. í umræðu á heiti á viðurkenningu bankans var okkur hugsað til sr. Friðriks þar sem viðurkenningin er veitt í hans anda, „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði." Við ræddum síðan um að veita sr. Friðriksbikarinn báðum kynjum. Erindi um það fór fyrir unglingaráð knatt- spymudeildar Vals og var erindið sam- þykkt einróma og síðan einnig af stjórn- inni. Samhliða því var ákveðið að hvíla Bemburgskjöldinn. Fyrir KB banka skiptir miklu máli að styðja ávallt við æsku landsins á upp- byggilegum hátt. Það teljum við okkur meðal annars vera að gera með þessum hætti,“ segir Þorsteinn. - Hvernig líst ykkur á framkvœmdir og uppbyggingu að Hlíðarenda á næstunni? Þorsteinn segir að sér lítist auðvitað mjög vel á þessar framkvæmdir. Hlíðar- endi verði glæsilegur þegar þessu er öllu lokið. Það sé hins vegar erfitt að bíða því öll bið er löng. Þennan biðtíma þurfi að skipuleggja vel. A meðan sum félög æfa inni f íþróttahúsunum yfir háveturinn með langtum betri aðstöðu verða Valsmenn enn að notast við gömlu Bergdís Bjarnadóttir 3. flokki. „góðu“ mölina að Hlíðarenda að stórum hluta. Þorsteinn vísar í þessu sambandi í póst sem hann setti inn á valur.is á spjall- vefinn fyrir rúmum 2 árum. Þar sagði hann: „Ég tel ntjög mikilvægt fyrir Val að framkvæmdaröð að Hlíðarenda verði með þeim hætti að fyrst verði hafist handa við að byggja knatthúsið (yfir- byggðan gervigrasvöll). Þannig skapast fullkomin aðstaða fyrir fótboltann auk þess sem handboltinn og karfan gætu einnig æft þar. Þetta er sérstaklega mikil- vægt svo ekki þurfi að koma til þess að iðkendur í Val þurfi í allt of miklum mæli að leita út fyrir Hlíðarenda yfir vetrartím- ann til æfinga á meðan á framkvæmdum stendur. Að byrja á að rífa nýrra íþrótta- húsið áður en byggingu knatthússins er lokið væri glapræði að mínu mati.“ Svo mörg voru þau orð á sínum tíma og sú skoðun Þorsteins hefur ekki breyst. Hann er enn á því að bygging gerfigrasvallarins ætti að vera forgangsmál þó að hann verði ekki yfirbyggður. Jón Höskuldsson segist ekki vera í nokkrum vafa unt að fyrirhugaðar breyt- ingar á aðstöðu iðkenda að Hlíðarenda munu hafa mjög miklar breytingar í för með sér og verða lyftistöng fyrir allt starf yngri flokka félagsins. Gera megi ráð fyrir mikilli fjölgun iðkenda með bættri aðstöðu til æfinga og keppni. „Ég tek undir með Þorsteini að biðin verður erfið fyrir alla og miklu skiptir að æfingar verði vel skipulagðar hjá félag- inu og þá haft að leiðarljósi að sem allra minnst röskun verði á æfingum yngstu iðkenda félagsins og að þær verði í öll- um tilvikum á Hlíðarenda eða í allra næsta nágrenni félagssvæðisins," segir Jón ákveðið. Valsblaðið 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.