Valsblaðið - 01.05.2004, Page 40

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 40
Nýkrýndir íslandsmeistarar innanhúss 2004 eftir sigur á KR 2-1 í spennandi úrslitaleik með nýjan þjálfara. (FKG) Fylki, Atli Sveinn Þórarinsson varnar- maður úr KA og Örgryte, Guðmundur Benediktsson framherji úr KR og Stein- þór Gíslason úr Víkingi en hann er upp- alinn Valsmaður. Við höfum lagt ríka áherslu á að þeir leikmenn sem koma til Vals verða að vera öflugir leikmenn eða hafa sterka félagslega tengingu. Allir fjórir hafa sannarlega getuna og Steinþór hefur félagslegu tengingu að auki. Hann er í U-21 árs landsliðinu og hinir þrír hafa allir spilað A-landsleik og eru burð- ugir knattspymumenn með mikla reynslu." - Hvaða áherslur verða í þjálfuninni fram að keppnistímabilinu? „Ég skipti tímabilinu upp í þrennt svo að menn týni sér ekki í sjö mánaða und- irbúningstímabili. Fyrsta tímabilið af þremur erum við að vinna í þremur þátt- um; styrk, grunnþoli og tækni en tæknin kernur reyndar alltaf við sögu. Þessa þrjá þætti hef ég sem viðmið þegar ég byggi upp æfmgarnar en við höfum þó ekki hlaupið nein langhlaup. Við vinnum eins mikið með bolta og hægt er. Leikmenn fá markmið sem felst í því að þegar tímabil(i) tvö tekur við, janúar og febrú- ar renna saman, þá þurfa þeir að vera í þannig grunnformi að þeir geti tekist á við leikrænni æfmgar á meiri hraða.“ - Hversu miklu finnst þér knatt- spyrnuhúsin hafa breytt, sáu menn húsin í hillingum en hafa hugsanlega lítið uppskorið? „Við sjáum engin merki þess í meist- araflokkunum í dag að framfarir hafí átt sér stað því flokkarnir komast ekki að í þessum fínu húsum á óskatíma. Ég get nefnt sem dæmi að við Valsmenn erum með tvær æfingar í knattspymuhúsi í viku, með hálfan völl og klukkan átta á kvöldin. Ég var með KR í knattspymu- húsi í upphafi þessa árs og við fengum einn klukkutíma í viku og enga aðra að- stöðu frá janúar og fram í apríl, maí. Og á sama tíma var gerð krafa um það að fara með liðið áfram í Meistaradeildinni. Margur stjómarmaður virðist afneita þessum staðreyndum ekki samhengi milli góðrar aðstöðu og þess að ná frá- bærurn árangri. Yngri flokkamir munu vonandi njóta góðs af þessari aðstöðu. Þegar gamli gervigrasvöllurinn í Kópa- vogi var ekki yfirbyggður voru yngri flokkar Breiðabliks með fleiri æfinga- tíma en eftir að Fífan kom. Til að hægt sé að reka húsin fjárhagslega þarf að leigja út tíma, oft á besta tíma, og eftir stendur að félögin sitja uppi með vonda eða jafnvel enga æfmgatíma. Þá spyr maður; hver er ávinningurinn af bygg- ingu húsanna?" - Er persónuleiki leikmanna í boltan- um í dag öðruvísi en þegar þú varst upp áþitt besta? „Leiðtogaefni eru vandfundnari núna en áður og kraftmiklar skapgerðir færri. Þetta er að mínu mati afleiðing af því fé- lagslega umhverfi sem ungt fólk býr við í dag. Menn verða ekki afburðaknatt- spyrnumenn á því að æfa bara knatt- spyrnu. Þeir sem skara fram úr em þeir sem eru með boltann á tánum allan dag- inn. Það er svo margt sem glepur unga fólkið að þeim fer fækkandi sem nenna að leika sér með bolta daginn út og inn. Sökum þess tel ég að við munum vænt- anlega ekki fá þá tæknilega hæfileikarfku leikmenn sem okkur dreymir alltaf um að eignast." - Geta félögin að sumu leyti ekki sjálf- um sér um kennt? Þyrftu þau ekki að setja á fót öflugt hvatakerfi sem gerir það að verkum að krakkamir vilja leika sér oftar og lengur með bolta til þess að uppskera, eins og tíðkaðist þegar hœgt var að ná gulli, silfri og bronsi í knatt- þrautum ? „Ég man eftir því að ég æfði mig sér- staklega mikið fyrir Ford-keppnina sem hófst hér á landi sumarið 1972 og var mikil hvatning fyrir iðkendur. Þá var á vegum KSÍ og félaganna Gull-silfur- brons knattþrautir, sem var gífurleg hvatning. Þegar maður náði bronsinu, vildi maður ná silfrinu en 'til þess þurfti að halda bolta á lofti allan daginn. Það þarf vitanlega að búa til einhverja gulrót sem hvetur krakkana til að leika sér í fót- bolta allan daginn, með það að leiðar- ljósi að þau rnuni líklega uppskera nteð margvíslegum hætti. Við erum klárlega með betur menntaða þjálfara í dag en ég sakna þess að sjá ekki fleiri gamla jaxla með mörg hundruð leikja reynslu miðla til yngri flokkanna af innlifun, ákafa og eljusemi. I dag eru menn oft að þjálfa meira eftir bókinni, eftir einhverjum stöðluðum stefnumótunarlýsingum sem enn menntaðari menn hafa samið, jafnvel menn sem hafa aldrei leikið knattspymu. Sumt lærist alls ekki nema hafa upplifað augnabikin sem leikmaður og gengið í gegnunt þau aftur og aftur, ár eftir ár en þau fara samt aldrei í handbókina sem er búin til fyrir þjálfara. Ég hef heyrt að Valur ætli núna fyrst liða að setja á fót fagráð eða ákveðna akedemíu sem er skipuð fyrrunt leik- mönnum, með mikla sigurhefð á bak við sig, og eru tilbúnir til að miðla af reynslu sinni í formi séræfinga eða ráðlegginga til leikmanna eftir óskum þjálfara allra flokka. Þetta er ómetanlegt og mun lyfta Val upp á nýjan stall því bæði leikmenn og þjálfarar þurfa á svona mönnum að halda sem sumir hverjir hafa, einhverra hluta vegna, ekki farið út í þjálfun en geta miðlað ómetanlegum hlutum. Ef Valur nær að virkja þetta fagráð vel væri félag- ið að stíga stórt skref í anda þess sem tíðkast hjá Bolton þar sem verið er að hugsa og vinna á mjög heildrænan máta. 40 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.