Valsblaðið - 01.05.2004, Page 41

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 41
„Stojhunfagráðs eða knattspymuakademíu mun lyfta Val upp á nýjan stall í knattspymu, því bœði leikmenn og þjálfarar þutfa á svona mönnum að halda, “ segir Willum.(FKG) Valur nær ákveðnu samkeppnisforskoti á önnur félög ef þetta verður að veruleika því þeir sem eru að þjálfa í dag eru flestir af sama skólanum, að gera svipaða hluti bæði innan vallar sem utan eins og t.d. Bolton eða hvaða lið sem eru, með menn í jafngóðu formi og svo framvegis en það er einmitt í hugmyndafræðinni og hvem- ig maður nálgast hlutina sem við mögu- lega náum ákveðnu forskoti. Staðreyndin er sú að heilt yfir vantar einstaklinga í þjálfun í dag sem tala af mikilli reynslu og miðla af einstakri ákefð. Landslagið hjá flestum félögum er þannig í dag að stjórnarmenn eru sveittir við að afla peninga til að geta rekið fé- lögin, margir gamlir leikmenn, sem voru kannski sigursælir, vilja bara mæta í stúkuna og dæma liðið, stjórnin ræður síðan þjálfara sem fer einn út á völl með 25 mönnum og hann á bara að hafa ein- hvem töfrasprota. Árangur liða í dag hangir ekki á einum manni eins og menn ættu að vita. Þjálfari getur varla verið sérfræðingur í næringarfræði, markmið- setningu, þjálfræði, sálfræði og öllum þeim þáttum sem þarf til að skapa af- reksmenn. Þess vegna skiptir þessi heild- ræna hugsun, sem Valur mun vonandi ná að skapa, rosalega miklu máli.“ - Ertu hlynntur eða andvígur fjölgun liða í úrvalsdeild? „Ég er hlynntur fjölgun þótt ég kaupi alveg rökin fyrir vanköntum þess að fjölga. Ég tel að við þurfum að spila fleiri leiki, það er meiri breidd í liðinum, leikmenn vilja fleiri verkefni og flestum þykir mun skemmtilegra að spila en æfa. Átján leikir eru alls ekki næg verkefni. Hér á árum áður fundu margir leikmenn sér aðra íþróttagrein til æfa yfir vetrar- mánuðina en þeir sem gerðu það ekki, voru kannski að keyra sig í form á stutt- um tíma á vorin og voru kannski ekki komnir í almennilegt leikform fyrr en um miðjan ágúst. Við þurfum að lengja tímabilið og það gerum við til að mynda með fjölgun leikja.“ - Þeir sem þekkja þig vel sem þjálfara segja að þú leggir þig gífurlega fram, kortleggir andstœðinginn frá A-Ö og sért skipulagður fram í fingurgóma. Er eitt- hvað til íþessu? „Öllu sem ég tek mér fyrir hendur velti ég rosalega vel fyrir mér. Og ég hef fylgst vel með fótbolta frá því ég var krakki en sumir myndu kalla það sjúk- legar pælingar. Ég lagðist yfir alla hluti sem viðkomu þjálfun þegar ég tók við Þrótti á sínum tíma og þegar ég stýrði Haukum í fyrsta leik í 3. deild gegn GG (Golfklúbbi Grindavíkur) var ég búinn að stilla upp liðinu þeirra með nöfnum. Haukamir höfðu aldrei séð svona vinnu- brögð áður. Vissulega kostaði þetta miklu vinnu en hún skilaði sér.“ - Hefurðu farið í naflaskoðun eftir að KR ákvað að endumýja ekki samninginn við þig? „Heldur betur. Ég fór í marga hringi og það var mjög hollt án þess að það sé einhver ein megin niðurstaða. Það getur svo margt gerst á okkar stutta tímabili. Tökum Arsenal sem dæmi þótt það lið sé á miklu hærri plani en KR. Fyrir mánuði gat maður ekki ímyndað sér að þetta lið gæti tapað fótboltaleik. Svo horfir maður á meistara meistaranna, Arsene Wenger, segja sömu hluti og við beitum fyrir okk- ur hér, að það sé oft þannig að þegar það fer allt í einu að ganga illa sé eins og allt refsi manni. Þannig var tímabilið að miklu leyti hjá KR síðastliðið sumar án þess að ég fari eitthvað nánar út í það.“ - Hvað þurfa yngri knattspyrnuiðk- endur að gera til að eiga einhverja möguleika á að ná jafi: langt og Guðni Bergsson og Eiður Smári Gudjohnsen? „Vera með bolta á tánum allan dag- inn.“ Valsblaðið 2004 41

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.