Valsblaðið - 01.05.2004, Page 44

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 44
Af spjöldum sögunnar UppáÖSkU Eftir Lárus Hdlm og Þorstein Haraldsson meö aðstoð Nikulásar Úlfars Mássonar í síðasta Valsblaði var sagt frá fyrstu völlurn Vals vestur á Melum. Þar var Val- ur nokkru fram yfir það að bæjarvöllur- inn á Melum var tekinn í notkun árið 1926. Melavöllur hét hann og var nærri þeim stað sem Þjóðarbókhlaðan stendur. Reykjavíkurbær byggði hinn nýja Mela- völl og á honum áttu sama rétt til æfmga öll félögin fjögur (KR - Valur - Víkingur og Fram). Eins og frá var sagt í síðasta þætti var þessi völlur byggður inná þriðja völl Vals sem varð þá að hopa nokkuð til suð- urs, en hélst þó við lýði enn um hríð, sennilega ein sjö ár. Eitthvað hefur Valsmönnum þótt að sér þrengt á Melunum, því 1932 fékk Valur leyfi til að ryðja nýjan völl. Þessi nýi völlur stóð við Haukaland við enda Öskjuhlíðar, þar sem nú eru hótel- og skrifstofubyggingar Flugleiða. Hauka- landið var stórgrýtt og óslétt, en baráttan fyrir því að eignast eigin völl sat í fyrir- rúmi. Með handafli, samstilltu átaki og góðum félagsanda tókst að ljúka verkinu og Haukalandsvöllur var vígður á 25 ára afmæli Vals, 11. maí 1936 - Valsmenn héldu daginn hátíðlegan með því að mar- séra með fána og lúðrasveit frá húsi KFUM við Amtmannsstíg inn allan Laugaveg og þaðan eftir „Snorrabraut" að Haukalandi. Melavöllurinn var fyrir æfingar meist- araflokka í fótbolta. Tvö og tvö félög skiptu vellinum með sér hvern virkan dag, eða kvöld öllu heldur, því yfir dag- inn voru allir í vinnu. Melavöllurinn var líka fyrir frjálsar íþróttir og keppni fót- boltafélaganna. Það var því oft að æfing- ar féllu niður. En hvar var ungviðið? Eins og fyrr segir áttu Valsmenn sinn völl við hlið nýja Melavallarins og var hann notaður bæði til æfinga og keppni, einkum af 2. og 3. flokki. Þeir sem yngri voru hösluðu sér aðra velli og nær heim- ilum sínum. Meðfylgjandi þessari grein er skipu- lagskort af Reykjavík árið 1930 - Ungir KR-ingar höfðu völl á Rólutúni sem var opið svæði nrilli Túngötu og Sólvalla- götu. Valsmenn og Framarar spiluðu „Uppá Ösku.“ Framarar bjuggu, eins og kortið sýnir, norðan Grettisgötu, en Valsmenn komu úr Þingholtunum og „Heiðna liverfinu" (Freyjugata, Loka- stígur, Þórsgata, Baldursgata o. s. frv.), en bæði lið æfðu og kepptu „Uppá Ösku,“ gömlum öskuhaugi, á svæði sem markast, eins og kortið sýnir, af Eg- ilsgötu, Snorrabraut, Sundhöllinni og Barónsstíg. Hélst svo fram eftir öldinni, a. m. k. þar til Valur eignaðist Hlíðar- enda árið 1939. Valur var eins og kunn- ugt er deild í KFUM, en það voru hin félögin ekki. Eigi að síður voru margir þeirra félagsmanna sr. Friðriks drengir og félagar í KFUM. Strákarnir „Uppá Ösku“ höfðu með sér félag sem hét „Þrándur“ og skipti í því félagi engu hvort um var að ræða Framara eða Vals- menn. Vesturbæingar höfðu með sér fé- lögin „Héðinn" og „Baldur“. Þorsteinn Einarsson á Blómsturvöllum segir frá því í viðtali við Frímann Helgason í gömlum Þjóðvilja þegar Austur- og Vesturbæingum laust saman; hann minnist orrustu sem átti sér stað á Geirs- túni, fyrir vestan Garðastræti: „Var þar samankominn hópur Vesturbæjarstráka, og höfðu í höndunr alvæpni, sem voru aðallega spýtur alllangar. Mun Austur- bæingum hafa borist fregn um að þar væri álitlegur hópur samankominn og munu þeir hafa hugsað sér að leggja til atlögu við þá. Vitum við ekki fyrr en ískyggilega stór hópur stráka kemur upp Grjótaþorpið, fara þeir laumulega og fikra sig fram hjá húsum þar og láta þau skýla sér sem mega. Þegar þeir koma upp fyrir Grjótaþorpið þéttist hópurinn, og var ekki árennilegur á að líta. Margir höfðu alllangar spýtur og lagvopn. Aðrir höfðu fengið sér pjátursverð sem voru hin glæsilegustu og blikaði á þau fagur- lega, en það var varla nema að sýnast, því þau dugðu illa og bognuðu og ónýtt- ust við fyrstu högg... Er ekki að orð- lengja það, að saman sigu fylkingar og varð af nokkur vopnagnýr og barsmíðar, sem stóð nokkra stund. Höfðu þá ýmsir brotið vopn sín og allur gláns farinn af „pjátur“sverðunum. Þegar menn höfðu gefið orku sína með útrás um stund hætti bardaginn, að því er virtist án þess að annarhvor hefði sigrað eða legði á flótta, og fór svo hver til síns heima." Allir voru þeir góðir drengir. Góðir sr. Friðriks drengir og aðalskemmtun þeirra var að fara í KFUM á sunnudögum og hlusta á sr. Friðrik þýða- og lesa upp Tarzan. Eins og sjá má af tveimur fyrstu þátt- um þessara greina var Valur borinn í heiminn sem andleg hreyfmg. Hann hneigðist til hernaðarhyggju snemma á þriðja áratug aldarinnar og varð loks kapítalisti með landakaupum á Hlíðar- enda árið 1939, en frá því segir í næsta Valsblaði. Þessi grein sem Þorsteinn Haraldsson og Lárus Hólm hafa tekið saman með aðstoð Nikulásar Úlfars Mássonar og Kristjáns Ásgeirssonar, sem vann kortið, er byggð á viðtali þeirra við Sigurð Ólafsson og minnispunktum Gísla Hall- dórssonar fyrrum forseta ÍSÍ. Þá er enn- fremur vitnað til viðtals Frímanns Helga- sonar við Þorstein Einarsson, verkstjóra og knattspymumann í KR. Sjá kort í miðopnu með hveifaskipt- ingu árið 1930. 44 Valsblaðið 2004

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.