Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 51

Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 51
námskeið á tímabilinu 2004-2005 og fara yfir störf dómara á léttan og fræð- andi hátt fyrir yngri flokka félagsins með það að markmiði að Valur geti skilað af sér fleiri dómurum í framtíðinni. Staðan á dómaramálum landsmanna er ekki beysin og er það okkar félaganna að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að laga það. Ekki þýðir að benda á aðra og saka dómarstéttina endalaust, þetta er sameiginlegt vandamál sem þarf að leysa og það fyrr en síðar. Við Valsmenn eig- um ekki að vera eftirbátar annarra lengur og þurfum að taka til í þessum málum hjá okkur með hagsmuni handboltans í heild sinni að leiðarljósi. Bneytingar a leikmannahópi Að afloknu keppnistímabilinu 2003- 2004 urðu töluverðar breytingar á leik- mannahópi Vals eins og gengur og gerist en þó er langt síðan jafnmargir hafa horfið á braut. í sumar hvarf einn af dáðadrengjum Vals Markús Máni Maute á braut og hélt í atvinnumennsku til Diisseldorf í Þýskalandi, óskum við hon- um velfamaðar og færum honum bestu þakkir fyrir hans framlag hér á Hlíðar- enda sem er ómetanlegt. Sýndi Markús af sér mikið trygglyndi við félagið er hann krafðist uppeldibóta af Diisseldorf til handa félaginu án þess að hann þyrfti þess þar sem hann var samningslaus og gat farið án kvaða. Þetta er öðrum til eft- irbreytni og sýnir hvaða góða mann Markús hefur að geyma. Þá kvaddi leikjahæsti leikmaður Vals frá upphafi í mfl. karla, Freyr Brynjarsson félagið og gekk til liðs við systurfélag okkar Hauka í Hafnarfirði. Freyr er einn af okkar Reykjavíkurmeistarar 5. flokks karla. bestu drengjum og framlag hans hér á Hlíðarenda seint metið að verðleikum enda var hann alltaf boðinn og búinn til að aðstoða og var hann aukinheldur frá- bær leikmaður, þjálfari og umfram allt Valsari. Eru Freysa færðar hugheilar þakkir og ósk um gott gengi á nýjum vígstöðvum. Þá kvöddum við Valsmenn Roland Val Eradze sem ákvað að söðla um og hélt hann ásamt fjölskyldu til Arna Grímsdóttir íhraðaupphlaupi. (FKG) Vestmannaeyja og gekk til liðs við ÍBV. Er Roland þakkað hans framlag hér á Hlíðarenda og óskað velfarnaðar í fram- tíðinni. Af öðrum leikmannamálum á ný- liðinni leiktíð er það að frétta að vamar- tröllið Ragnar Ægisson söðlaði um og gekk til liðs við HK, Davíð Sigursteins- son var áfram lánaður til Þórs á Akureyri og Asbjörn Stefánsson sem var lánaður til Vrkinga tímabilið 2003-2004, kom til okkar aftur fyrir yfirstandandi tímabil. Maður kemur þó í manns stað og var strax eftir brotthvarf Markúsar gengið frá því að landsliðmaðurinn Vilhjálmur Halldórsson gengi til liðs við okkur frá Stjömunni og er það mikill styrkur fyrir okkur Valsmenn að hafa fengið hann í okkar raðir, enda gífurlega mikið efni þar á ferð sem miklar vonir eru bundnar við. Til að fylla skarð Rolands kom til liðs við okkur Eyjamaðurinn Hlynur Jó- hannesson og mun hann ásamt Pálmari Péturssyni sjá um að hrella sóknarmenn annarra liða og erum við Valsmenn án efa með eitt besta markvarðapar landsins um þessar mundir. Þá var ákveðið að semja við örhentu skyttuna og slóvanska landsliðsmanninn Pavol Polakovic um að fylla í fótspor Bjarka Sigurðssonar og Hjalta Gylfasonar sem báðir em frá vegna meiðsla og þeirra er sárt saknað en vonir bundnar við að þeir komi endur- nærðir í slaginn á næsta keppnistímabili og jafnvel útlit fyrir að Hjalti verði klár fyrir vorið. Það er því ljóst að Valur mun áfram leitast við að vera áfram í fremstu röð og fyrirmynd annarra félaga. Eins og áður hefur verið tíundað náði mfl. karla góðum árangri undir hand- leiðslu Oskars á hans fyrsta ári og Ijóst að hann er á réttri leið með liðið og hefur hann staðið undir væntingum og rúmlega það, enda einn færasti þjálfari landsins. í meistaraflokki kvenna var haldið áfram að byggja á þeim efniviði sem fé- lagið hefur alið af sér á undanförnum árum, Guðríður Guðjónsdóttir er á sínu þriðja ári sem þjálfari mfl. kvenna og henni til fulltingis í ár er einn af okkar bestu drengjum, Valdimar Grímsson. Uppskeran á síðasta tímabili er besti ár- angur liðsins í langan tíma og liðið er ungt að árum og hér er verið að byggja til framtíðar. Það er ljóst að miklir hæfileik- ar og áræðni býr í hópnum en liðið verð- ur að sýna þolinmæði og ekki er spuming að stúlkumar munu ná þeim árangri sem þær vilja þegar fram líða stundir enda 6 A landsliðskonur í okkar röðum í dag og ekkert annað lið sem getur státað af slík- um fjölda landsliðskvenna. Fyrir tímabil- ið 2003-2004 var gengið frá samningum við stóran hluta liðsins til 3 ára og mark- miðið er að koma kvennaboltanum á Hlíðarenda í fremstu röð. Töluverðar breytingar áttu sér stað á leikmannahópnum á tímabilinu 2003- 2004 og var mikið um meiðsli og barn- eignarfrí. Gerður Beta Jóhannsdóttir sem hafði komið aftur heim í okkar raðir frá Víkingum hefur nú þurft að leggja skóna á hilluna unt stundarsakir vegna lang- þráðra meiðsla. Brynja Steinsen sem kom til okkar aftur frá Haukum, þurfti að hverfa frá á miðju tímabili vegna bams- burðar og er hún væntanleg á tímabilinu 2004-2005 líkt og Hafdís Hinriksdóttir Valsblaðið 2004 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.