Valsblaðið - 01.05.2004, Page 56

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 56
Systkinin frá vinstri talið: Ólafur Bryjólfsson með son sinn Biynjólf, Jóhanna Lára Biynjólfsdóttir nteð Sigrímu dóttur Guðmundar og Guðmundur Biyitjólfsson með son sinn Ólaf. Ekki reyndist auðvelt verk að flnna tíma fyrir önnum kafin Valssystkinin tvíburana Guðmund og Ofaf og Jó- hönnu börn Brynjólfs Lárentsíussonar og Jóhönnu Gunnþórsdóttur, en und- anfarin ár hafa systkinin þrjú annast þjálfun yngri flokka Vals í knatt- spyrnu af miklum áhuga og með góð- um árangri. Þau tóku afar vel í beiðni um viðtal í Valsblaðið og eitt föstudagskvöld í októ- ber tókst að hitta þau öll þrjú yfir rjúk- andi kaffíbolla á heimili Guðmundar í Kópavoginum þar sem hann býr ásamt konu sinni Hrafnhildi og tveimur börn- um þeim Ólafi tveggja ára og Sigrúnu eins árs. Auk þess var kona Ólafs Ólafía Björg og sonur þeirra Brynjólfur Már á svæðinu. Börnin skríða um, síminn hringir oft og það er mikið líf í kringum systkinin, Jónanna mamma þeirra var í heimsókn, en þau gáfu sér samt góðan tíma til að spjalla um eigin íþróttaferil, þjálfunarfer- il og ræða um uppbygginguna hjá Val á milli þess sem þau svöruðu í símann, sinntu ungum börnum og ýmsum erind- um. Þau höfðu frá ýmsu að segja og eru með ákveðnar skoðanir þegar kemur að íþóttaiðkun og þjálfun, enda hafa þau öll lifað og hrærst í íþróttum frá blautu bamsbeini. Árið 1989 voru þau systkinin ásamt foreldrum í viðtali við Valsblaðið sem Valsfjölskylda, en það er einmitt árið sem meistaraflokkur félagsins vann síð- ast Islandsmeistaratitilinn í kvenna- flokki, eins og Ragnheiður Víkingsdóttir rifjar upp annars staðar í blaðinu. Les- endur eru hvattir til að rifja það viðtal upp, en þar sagði Brynjólfur faðir þeirra m.a. „Nú á tímum vinna báðir foreldrar yfirleitt utan heimilisins og því gefst lítill tími til þess að vera með börnunum. Allir em á sífelldu spani og enginn má vera að 56 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.