Valsblaðið - 01.05.2004, Side 57

Valsblaðið - 01.05.2004, Side 57
Eftin Guðna Olgeirsson Tvíburaramir Ólafur og Guðmundur halda á Jóhönnu Láru litlu systur. neinu. Þess vegna reynum við að fremsta megni að nýta okkur tíma með bömun- um í þeirra áhugamálum. Það hlýtur að skila sér seinna á lífsleiðinni." Hægt er að taka undir þessi orð föður þeirra. Fram kom að foreldrar þeirra hafa alla tíð verið Valsarar og sem dæmi um áhuga Brynjólfs pabba þeirra þá leigði hann ásamt félögum sínum flugvél frá Hellissandi 1968 til að sjá leik Vals og Benfica á Laugardalsvellinum, en þá var sett áhorfendamet á fótboltaleik hér á landi sem ekki var slegið fyrr en í sumar þegar ítalir sóttu íslendinga heim, en rúmlega 18 þúsund manns mættu á Laugardalsvöllinn og sáu Val gera 0-0 jafntefli við stjömum prýtt lið Benfica með Eusebio. fremstan í flokki. Fjöl- skyldan bjó í Breiðholtinu þegar krakk- amir vom litlir og tvíburamir byrjuðu 6 ára í íþróttum. Strákamir voru sammála því að mikið metnaðarleysi hafi þá ein- kennt starfið hjá ÍR og sem dæmi um það sögðust þeir oft hafa þurft að vekja þjálf- arann um helgar til að draga hann á fætur til að þjálfa strákana. Tvíburarnir í Val 7 ára „Þegar við vomm 7 ára tók pabbi málin í sínar hendur og byrjaði að skutla okkur á æfingar hjá Val og síðan var ekki aftur snúið og Valsheimilið hefur síðan nánast verið okkar annað heimili og foreldrar okkar voru mjög duglegir að skutla okkur á æftngar en þegar við urðum stærri þá fómrn við með strætó á æfingar og það var ekkert mál,“ segir Guðmundur og tel- ur að mjög vel hafi verið staðið að þjálf- un í yngri flokkunum hjá Val á þeim tíma. Olafur segir að mjög margir hafí verið í yngri flokkunum í 5. og 6. flokki og þeim hafi gengið ágætlega í Reykjavfkurmót- um og Pollamótum og enduðu í 2. sæti á íslandsmótinu í 5. flokki. „Hópurinn var mjög samhentur og stór hluti hópsins var úr Breiðholti og vom einnig skólafélagar okkar. í þá daga þótti ekkert tiltökumál að ferðast á æfingar í strætó og Valur var fé- lag með glæsta sögu og iðkendur komu víðs vegar að úr borginni,“ segir Olafur. Frábært tímabil 1989 í 4. flokki „Árið 1989 gekk allt upp hjá okkur strákunum," segir Guðmundur. „Við urð- um íslands- og bikarmeistarar í 4. flokki og vorum ósigrandi þetta sumar og ég man vel eftir úrslitaleiknum við FH sem við burstuðum 5-0 og ég setti þrjú,“ segir Guðmundur og leiðist greinilega ekki að rifja upp þessa tíma. Ólafur segir að á þessum tíma hafi Valur verið raunveru- legt stórveldi á íslenskan mælikvarða í fótbolta, félagið var t.d. Islandsmeistari nokkmm sinnum á 9 áratugnum og síðast 1987 með marga frábæra knattspyrnu- menn innanborðs, t.d. Guðna Bergsson, Sævar Jóns og Þorgrím Þráins. Einnig landaði meistaraflokkur kvenna mörgum titlum á þessum tíma, síðast íslands- meistaratitli 1989 með frábæran hóp. „Árangur meistaraflokka félagsins á þessum tíma, bæði hjá körlum og kon- um, sannkallað gullaldartímabil, hafði örugglega mikið að segja fyrir okkur strákana sem áttum sterkar fyrirmyndir og metnaðurinn var mikill,“ segir Ólafur sannfærandi og brosir um leið. íslandsmeistarar samtímis í fdtbolta og körfubolta Tvíburamir Guðmundur og Ólafur urðu íslands- og bikarmeistarar með 4. flokki Vals og einnig fslandsmeistarar í 10. flokki í körfubolta. Á unglingsárum urðu þeir síðan að velja á milli körfu og fót- bolta og það æxlaðist þannig að fótbolt- inn varð fyrir valinu hjá þeim báðum. Annars fannst þeim mjög gaman í körfu- bolta en það var ekki hægt til lengdar að stunda afreksþjálfun í báðum íþrótta- greinum. Hallar undan fæti hjá Val Tvíburarnir voru sammála því að í yngri flokkunum haft þeir verið með marga metnaðarfulla þjálfara hjá Val, t.d. Robba Jóns, tækniæfmgar hafi verið góðar, mik- 01 agi á æfingum og hópurinn samhentur og strákamir hafi allir fengið að spila mikið í leikjum. Strákarnir sögðust á hinn bóginn hafa verið með marga þjálf- ara í yngri flokkunum hjá Val og að þeirra mati var það ekki gott, samfellan í þjáfuninni var ekki góð og eftir því sem ofar dró í yngri flokkana þá versnaði ár- angurinn, brottfall jókst líka, meiðsli hrjáðu marga leikmenn og sumir fóm í handboltann, þannig að uppbyggingar- starfið í yngstu flokkunum skilaði sér ekki nægilega vel upp í meistaraflokk. Þetta telja þeir eftir á að hyggja að hafi haft mikil áhrif á gengi félagsins á 10. áratugnum. Þrálát meiðsli Báðir sögðust bræðumir hafa átt í þrálát- um meiðslum sem haft hrjáð þá í meist- araflokki og kenna þeir að sumu leyti þjálfuninni um hversu erfiðlega gekk að laga þessi meiðsli, þeir haft of snemma byrjað aftur og þjálfarar hafi ekki hugað nægilega vel að réttu álagi og því hafi meiðslin tekið sig upp aftur og aftur. „Þetta varð nokkurs konar vítahringur hjá okkur,“ segir Guðmundur og er þungt hugsi og Ólafur er honum sammála. Þjálfanastarfið heillar Guðmundur segist hafa hætt að leika með meistaraflokki fyrir nokkrum árum. „Eg var korninn með leið á knattspymu og búinn að stofna fjölskyldu og hafði átt oft í meiðslum þannig að ekki var um annað að ræða en hætta, en mig langaði Valsblaðið 2004 57

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.