Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 59

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 59
ofboðslega góður þjálfari og smám sam- an jókst hjá mér áhuginn og sjálfstraust- ið. Mér hefur yfirleitt gengið mjög vel að þjálfa stelpurnar þótt auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Nú er ég reyndar að fara í heilt ár sem au pair til Banda- ríkjanna að passa þrjár stelpur og ætla að breyta um umhverfi og taka mér fn' frá fótboltanum en vonandi fæ ég tækifæri til að leika með einhverju liði úti og kynna mér þjálfun hjá Bandaríkjamönn- um en kvennaknattspyrna er hátt skrifuð þar,“ segir Jóhanna og brosir, full tii- hlökkunar að takast á við ný ævintýri og öðlast frekari lífsreynslu. Eiginleikar góðs þjálfara Jóhanna telur að þjálfari þurfi fyrst að ná virðingu iðkenda, vera góð fyrirmynd og til að iðkendur taki mark á þjálfaranum þurfi hann að hafa sjálfur spilað fótbolta og helst þurfa iðkendur að hafa séð hann spila. Þjálfari þarf einnig að vera góður félagi krakkanna og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Guðmundur segir að þjálfari þurfi að hafa mikinn áhuga á fótbolta, þjálfun, hafa mikinn metnað, vera góður í mann- legum samskiptum og tjáningu, hafa reynslu og þekkingu á íþróttinni sjálfri, kunna að miðla þekkingu og fá krakkana til að hlusta og meðtaka skila- boð. Einnig þurfi þjálfari að vera góð fyrirmynd. Ólafur segir mik- ilvægt að þjálfari hafi áhuga og metnað til að drífa krakkana áfram því þá hrífist krakkamir með. Einnig þurfi hann að vera góður félagi krakkanna og trúnað- arvinur en mikilvægt er að iðk- endur þori að segja þjálfaranum frá ef þeim líður illa, mikilvægt sé að vinna á sálrænum þáttum utan vallar til að iðkandi nái að blómstra innan vallar. Það sé mikilvægt að krakkamir geti leitað til þjálfara með vandamál. Einnig telja þau mikilvægt að þjálfarar sæki formleg námskeið og afli sér þekkingar en reynslan sé líka mikilvæg. Systkinin eru ekki á því að þessi munur sé kominn vegna þjálfunar, þeim finnst þetta vera fyrst og fremst kynjamunur. Þeim finnst mikilvægast að vekja áhuga iðkenda á fótbolta og miklum metnaði í að ná árangri, sigurvilji sé geysilega mikilvægur ef árangur eigi að nást og þar skipta þjálfarar miklu máli og einnig hvaða væntingar almennt eru gerðar hjá félaginu um árangur. Það er einnig mik- ilvægt að iðkendur setji sér eigin mark- mið og innri metnað en það er hlutverk þjálfarans að ná fram því besta í hverjum einstaklingi og byggja upp liðsheild sem hefur vilja, getu og metnað. Það tekur mikinn tíma fyrir þjálfara að búa til sig- urvegara, það þarf vinnu og aftur vinnu, en lífsstíllinn þarf líka að vera heilbrigð- ur, mataræði og neysluvenjur, næring, hvfld og þar skilur á milli sigurvegara og hinna og þarna eru systkinin öll hjartan- lega sammála. Það þurfi að koma þeirri hugsun inn hjá leikmönnum að þeir geti unnið hvaða lið sem er, hugarfarið skipt- ir ótrúlega miklu máli. Þjálfarar með stórt Valsiijarta úr Systkinunum finnst mikilvægt að þjálf- arar komi úr röðum Valsmanna með Valshjartað Kynjamunur í tótbolta Systkinin eru sammála því að munur sé á kynjum í fótbolta. Þau telja stelpur almennt viðkvæmari en strákar og það þurfi að vanda sig betur við það sem er sagt við þær. Stelpur gefist oft fyrr upp en strákamir og brotna saman fyrr. Úrklippa lir gömlu Valsblaði frá 1989. Sannkölluð Valsfjöl skylda. á réttum stað. Það skipti miklu máli að koma því inn hjá leikmönnum að þeir eru ekki að fara að spila fyrir eitthvað lið, þeir þurfa að læra að bera virðingu og stolti fyrir búningi félagins og merki. Valssöngvar, sagan og upprunninn, allt skiptir þetta ótrúlega miklu máli til að byggja upp metnaðarfulla leikmenn sem spila með Valshjartað á réttum stað. Hvert stefnir félagið Systkinunum finnst framtíðin björt hjá félaginu, en halda þurfi vel á spilunum til að festa félagið í efstu deild karla á ný. Jóhanna er mjög bjartsýn á gott gengi Vals í kvennafótboltanum á næstu árum. „Það er ekkert sem bendir til annars en að velgengnin eigi eftir að halda áfram á næstu árum, áhuginn hjá stelpunum er mikill, félagið er á sigurbraut, stuðnings- mönnum hefur fjölgað stórlega og öll umgjörð er til fyrirmyndar og síðast en ekki síst höfum við frábæran þjálfara hana Betu. Velgengni meistaraflokks kvenna á eftir að smita út frá sér til yngri flokkanna. Yngri flokkamir eru flestir fjölmennir og efnilegir þannig að ég kvíði ekki framtíðinni, hlakka bara til að fylgjast með félagninu á næstu árum á sigurbraut," segir Jóhanna brosandi og full bjartsýni. Tvíburunum finnst einnig til fyrir- myndar að stelpurnar í meistaraflokki kvenna fylgjast með starfinu í yngri flokkunum og mæta á leiki hjá þeim. Ungu stelpurnar líta upp til stelpnanna í meistaraflokki, þær eru Idolin þeirra og fyrir- myndir. Þeim finnst vanta þessi tengsl karlamegin, meistara- flokksleikmenn hafa ekki mik- ið fylgst með yngri flokkun- um. Stelpurnar í yngri flokk- unum séu líka miklu duglegri að mæta á leiki hjá meistara- flokki kvenna en ungu strák- arnir að mæta hjá meistara- flokki karla. Þeim finnst að þessu þurfi að breyta, auka þurfi tengsl milli yngri og eldri flokka, þá sé framtíðin björt hjá félaginu og það nái að halda sér á réttum stað, þ.e. ávallt á meðal þeirra bestu. Það er ómetanlegt fyrir félagið að eiga þau systkin- in að og reyndar alla fjöl- skylduna í kröftugu og markvissu uppbyggingarstarfi sem ör- ugglega á eftir að skila sér þegar fram líða stundir. Það var gaman að spjalla við Óla, Gumma og Jóhönnu eina kvöld- stund. Valsblaðlð 2004 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.