Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 62

Valsblaðið - 01.05.2004, Qupperneq 62
Séra Friðrik í samanlögðum 55. árgöugum Valsblaðsins hefur ekki verið meira fjallað um nokkurn mann en sr. Friðrik Friðriksson Það er því e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um hann einu sinni enn. En bæði er að margir ungir Valsmenn kunna á honum lítil deili og eins hitt að aðrir vita minna um hann en látið er í veðri vaka. Greinar sem um hann hafa verið skrifaðar, jafn ótrúlega margar og þær eru, ganga nefnilega jafnan út frá því að allir þekki sr. Friðrik sem fæddist fyrir 136 árum síðan. Þessi grein er fyrir þá sem vita minna en aðrir um sr. Friðrik. Friðrik Friðriksson fæddist 25. maí 1868 að Hálsi í Svarfaðardal.1 Hann ólst upp í Eyjafirði og Skagafirði og fór það- an suður til Reykjavíkur 18 ára og tók inntökupróf upp í 2. bekk Menntaskól- ans í Reykjavík, eða Lærða skólans eins og hann hét þá. Hann lauk stúdentsprófi 1893 og hélt svo til Kaupmannahafnar. Þar hóf hann nám í læknisfræði og síðar í málfræði, en lauk ekki prófum. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn kynntist hann KFUM (Kristilegu félagi ungra manna). Hann kynntist líka vel þeim mönnum sem stýrðu félaginu. Hann tók virkan þátt í starfi KFUM og vann mest með þeim drengjum sem verst voru á vegi staddir. Hann varð fljótlega einn best þekkti félagsmaðurinn í KFUM í Danmörku. Köllun Friðriks var að vinna með ungum mönnum á íslandi. Hann kom próflaus heim frá Kaup- mannahöfn síðsumars 1897 og stofnaði KFUM í Reykjavík, 2. janúar 1899. Haustið 1897 hóf hann nám við Presta- skólann og lauk þaðan prófi sumarið 1900. Hann vígðist prestur að Holds- veikraspítalanum í Laugamesi þá um haustið og má hér eftir það kallast séra Friðrik. Hann varð reyndar fyrst þekktur í Reykjavík sem Friðrik barnavinur. Meðfram prestsnámi og KFUM starfmu kenndi hann ungum mönnum undir skóla bæði latínu og fleiri fög. Köllun séra Friðriks var að leiða unga drengi á Guðs vegi. Honum varð vel ágengt í þeim efnum. Hann var manna skemmtilegastur og sópaði að sér drengj- urn. Hann gerði það m. a. með því að segja þeim skemmtilegar sögur og með því að kenna þeim undirstöðuatriði í her- mennsku svo eitlhvað sé talið. Drengir séra Friðriks skyldu verða góðir drengir og hermenn Guðs.2 Á sunnudögum þustu 'ÆB ■ V } tfr> ■' j ■ Vw'*,' jÁ^. t.,.1 . a'- • vSBBÉw * a V : ’ . v i ' ■v ■ y - ’X l yi *, * ' v .« % »'>, t ' á'i S^99Ki> • ; » •' .» N * p :r ■ ' f* ' * é \\i ■ T" reykvískir drengir á fund hjá séra Friðrik og hlustuðu á hann segja sögur af Tarzan apabróður sent hann þýddi jafnharðan. Séra Friðrik var alltaf fyrstur með allar nýjungarnar og átti því auðvelt með að fá drengina til sín. Fótboltinn var ein af nýjungum hans, þótt strákarnir hefðu reyndar frumkvæðið. Þeir spiluðu fót- bolta og hann hélt yfir þeim þrumandi ræður. „Við vinnum allt með því að helga það guði. Enginn þarf að halda að hann verði daufmgi við það að helga leik sinn eða íþrótt sína guði; öðru nær! Leik- urinn verður við það fegurri og nautna- ríkari. Það er fagurt að sjá unga menn með stælta vöðva, fagran limaburð og þrekmikinn vilja keppa í siðsömum leik. En ef við helgum guði leikinn, má ekkert ósæmilegt eiga sér stað á vellinum. Leik- urinn óprýkkar við allt ósæmilegt. Á vellinum má aldrei heyrast Ijótt orð- bragð, ekkert blótsyrði, engin særandi orð, gárungaháttur eða hávaði."3 Frá 1900 - 1913 dvaldi séra Friðrik að mestu í Reykjavík. Hann varð um tíma aðstoðarprestur við Dómkirkjuna og skrapp við og við til Danmerkur til að sækja nýjungar og efla sjálfan sig og styrkja. Valur var stofnaður 11. maí 1911 og séra Friðrik stofnaði ekki Val. Það gerðu 14 strákar í KFUM, en þeir stofn- uðu félagið með vilja og velvild sr. Frið- riks og félagið var stofnað innan vé- banda KFUM. Hann var frá upphafi vemdari Vals og má því með réttu kallast stofnandi hans. Hann stofnaði líka Skátafélagið Væringja unt líkt leyti. Árin 1913 - 1916 starfaði sr. Friðrik í Kanada og Bandaríkjunum. Hann tók aft- ur við forystu KFUM þegar hann kom heim. Á árinu 1923 fór hann í Suður- göngu og hitti páfann í Róm. Þeir töluðu saman á latínu. Hann var settur sóknar- prestur á Akranesi frá 1931. Hann var jafnframt settur sóknarprestur í Keflavík frá ársbyrjun 1936 og þjónaði á báðum þessum stöðum um skeið. Hann fór til Danmerkur 1939 til þess að sinna rit- störfum. Hann lokaðist (viljandi) í Dan- mörku öll stríðsárin og kom heim 1945, þá 77 ára. Hann var sístarfandi til hinsta dags, þó sjónin væri horfin og líkaminn ónýtur. Honum hlotnaðist margvíslegur 62 Valsblaðið 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.