Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 63

Valsblaðið - 01.05.2004, Blaðsíða 63
Eitir Þorstein Haraldsson heiður um sína daga. Hann var m. a. heiðursfélagi í Val og heiðursborgari á Akranesi auk þess að vera heiðursriddari af hinum og þessum heiðursmerkjum.4 Valur var hans félag. Hann predikaði síð- ast í Akraneskirkju á hvítasunnudag 1960. Þegar hann dó 93 ára að aldri, 9. mars 1961, urðu margir til að minnast hans. I eftirmælum hlaut hann m. a. þess- ar einkunnir: Hann var öðruvísi en annað fólk - Börn þyrptust að sr. Friðrik - Hann var öðrum fyrst, síðan sjálfum sér - Hann hafði sérstakar skoðanir og sá oft hlutina öðrum augum en samferðamennirnir - Hann var góður hjúkrunarmaður - Hann var snillingur í fjánnálum - Hann átti aldrei neina peninga - Hann var allra manna bestur í latínu - Hann var skrítinn - Hann kunni Hóras utanbókar - Hann kunni Manfred, Byrons, utanbókar - Hann kunni Biblíuna afturábak og áfram - Hann drakk mikið kaffi - Hann reykti marga vindla - Hann var fádæma nægju- samur og neyslugrannur. - Hann hafði sjónminni - Hann hafði ótrúlegt minni, bæði á fólk, atburði og dagsetningar - Hann var mannþekkjari - Hann sýndi rík- an skilning öllum ungum mönnum er til hans leituðu, hver sem skoðun þeirra var og afstaða til Guðs og lífsins - Hann var jafnan hress í bragði og vingjamlegur - Hann var fullur af fjöri, lífsþrótti og starfsgleði - Hann var í essinu sínu á kvöldin, þá vildi hann fá heimsóknir og hann vann oft fram eftir nóttu - Hann var skapheitur og baráttumaður að eðlisfari - Hann var afburða tungumálamaður, eink- um frægur fyrir latínukunnáttu sína, en kunni fleiri rómönsk mál og ruglaði þeim aldrei saman - Hann kunni að tala svo hlustað var - Hann mundi vel eftir öllum merkisdögum og hátíðum og gerði þá jafnan eitthvað til tilbreytingar - Hann var ótrúlega fjölfróður - Hann var manna skemmtilegastur - Hann var ekki „brand- aramaður" en hafði skopskyn í góðu lagi og sá vel broslegu hliðamar á mönnum og málefnum og gat rætt um spaugileg efni eins eðlilega og óhikað eins og alvar- leg efni, þegar svo bar undir - Hann var algerlega laus við allt sem kallað er helg- islepja - Þegar um alvömmál lífsins var að ræða, var orðræðan alvarleg og fífl- skaparmál ekki í frammi höfð, né leyfð - Hann var gjafmildur mjög og hjálpfús, en hafði af litlu að taka allt sitt líf. Hann var lífíð og sálin í þeim félögum sem hann kom á legg. Ef það vantaði sálm, þá orti hann sálm. Ef það vantaði organista, þá settist hann við orgelið. Ef það vantaði skemmtiefni eða sögur, þá settist hann niður og samdi. Einkunnarorð sín sótti hann í Jesaja, 12. kafla 3. vers: Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins. Höfundur, Þorsteinn Haraldsson, kynntist sr. Friðrik og trú hans, eftir dauða hans. Fyrst í Vatnaskógi og síðar í Frið- rikskapellu við Hlíðarenda, en þangað venja allir góðir Valsmenn komur sínar. Neðanmálsgreinar: 1 Að Hálsi er minnismerki um sr. Frið- rik við þjóðveginn rétt áður en komið er til Dalvíkur. 2 Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kœrleika gert. 1. Korintubréf 16, 13. 3 Úr erindinu FAIR PLAYsemflutt var við vígslu fyrsta vallar Vals (KFUM) 6. ágúst 1911. 4 Davíð Oddson tók ekki þátt í vali á manni aldarinnar. D. O. lét þess þó getið að íþessu sambandi kœmi sér fyrst í hug sr. Friðrik. Þórir Jónsson, FH-ingur og Valsmaður, er fallinn frá langt um aldur fram eftir hörmulegt slys. Þórir steig sín fyrstu spor á knatt- spyrnuvellinum að Hlíðarenda 12 ára gamall. Hann varð þar hluti af af sterkum hópi Valsmanna, sem undir stjóm Ró- berts Jónssonar bám ægishjálm yfir jafn- aldra sína í knattspyrnu á þeim tíma. Ur þessum hópi komu einstaklingar sem báru merki Vals hátt síðar s.s. landsliðs- mennimir Hörður Hilmarsson, Ingi Bjöm Albertsson o.fl. Þórir vakti strax athygli fyrir afburða knattleikni og var kominn í m.fl. lið Vals aðeins 17 ára garnall og skömmu síðar í íslenska landsliðið. Er hann yngsti leik- t Þórir Jonsson fæddur 25. mars 1952 - dáinn 19. maí 2094 maður í sögu Vals til að verða þessa heiðurs aðnjótandi. Þórir lék með Val í nokkur ár en ákvað síðan að hverfa aftur á heimaslóðir í Hafnarfirði og helgaði hann FH krafta sína eftir það. Þórir hélt samt tengslum við vini sína í Val með ýmsu móti, enda var hann ntikil félagsvera og bráðskemmtilegur í hópi. M.a. var hann virkur félagi í Skallabolta- félaginu Skallagrími, þar sem gamlir Valsarar hittust reglulega til að sprella saman. Við Þórir náðum ekki að leika saman knattspyrnu fyrir Val, en ég kynntist hon- um allvel í gegnum sameiginlegan vin okkar, Hörð, og skallaboltann. Þar var Þórir hrókur alls fagnaðar og menn fóru alltaf heim eftir þær samverustundir með gleði og hlátur í sinni. Frábærar stundir. Þórir valdist snemma til trúnaðarstarfa í knattspymuhreyfmgunni og var þar mjög virkur og virtur fyrir mikil og góð störf. Missir allra sem unnu og störfuðu með Þóri er mikill, en þó er missir ástvinanna mestur. Eg votta bömum, foreldrum og fjöl- skyldu Þóris samúð allra Valsmanna á þessari sorgarstund. Megi Guð varðveita góðan dreng. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Val Grímur Sœmundsen, formaður Knattspyrnufélagsins Vals Valsblaðið 2004 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.