Valsblaðið - 01.05.2004, Page 74

Valsblaðið - 01.05.2004, Page 74
eftir Þorgrím Þráinsson Reynslu. kldkindum oe mið að tiriðkenda Vals Reynslumiklip knattspyrnumenn í FAGRAÐI Vals frá og meö janúar 2005 Fyrir rúmu ári viðraði ég þá hugmynd við nokkra aðila innan Vals að það væri æskilegt að stofna FAGRÁÐ Vals eða Vals-AKADEMÍU, skipaða reynslumikl- um, sigursælum leikmönnum félagsins, sem myndu leggja þjálfurum knatt- spymudeildar lið með margvíslegum hætti. Nú er þetta loksins orðið að veru- leika því fjölmargir leikmenn hafa gefið loforð um að skipa ráðið og leggja sitt af mörkum til að hægt verði að halda uppi enn meiri fagmennsku í þjálfun að Hlíð- arenda heldur en verið hefur. Það liggur í augum uppi að það er nán- ast vonlaust fyrir einn þjálfara að vera sérfræðingur á öllum sviðum þjálfunar og þess vegna er samvinna svo mikilvæg. Otal samverkandi þættir gera það að verkum að íþróttamaður skarar fram út og þeir sem verða afreksmenn hafa í flestum tilfellum tamið sér agaða hugsun, æft aukalega, hugað vel að mataræðinu, aukið sjálfstraustið og svo mætti lengi telja. FAGRÁÐI Vals er ætlað að hjálpa þjálfurum að efla alla helstu þætti sem lúta að því að hver iðkandi verði ekki bara betri leikmaður heldur líka sterkari einstaklingur, innan vallar sem utan. Þess ber að geta að FAGRÁÐ Vals er ekki fullskipað í upphafi desentber og verður hugsanlega aldrei fullskipað því vonandi bætast sífellt fleiri í hópinn sem vilja leggja sitt af mörkum til að Valur geti flogið aftur í fremstu röð á knatt- spymuvellinum — í öllum flokkum. Meðal þeirra sem hafa samþykkt að vera í FAGRÁÐINU eru landsliðsmennimir Guðni Bergsson, Guðmundur Þorbjörns- son, Sævar Jónsson, Þorgrímur Þráins- son, Ingi Bjöm Albertsson og Hörður Hilmarsson sem allir hafa margoft orðið Islands- og bikarmeistarar, eiga fjölda landsleikja að baki og samanlagt yfir 1000 leiki í efstu deild á íslandi. Meðal kvenna má nefna Ragnheiði Víkingsdótt- ur, Ragnhildi Skúladóttur, Elísabetu Gunnarsdóttur, Rósu Júlíu Steinþórsdótt- ur og Birnu Man'u Björnsdóttur. Þá hefur Stefán Jóhannsson, hinn reynslumikli frjálsíþróttaþjálfari, samþykkt að vera einn af fagráðsaðilum. Fjöldi eldri leik- manna (og hæfra einstaklinga sem em sérfræðingar á öðmm sviðunt en knatt- spymu) á eftir að bætast í FAGRÁÐIÐ en æskilegt er að það verði ekki skipað færri en 20 einstak- lingum. Um miðjan janúar árið 2005 verða nöfn allra í FAGRÁÐINU birt á heimasíðu Vals www.valur.is og þar verður nánar útlistað fyrir hvað hver og einn stendur. Ef einhver þjálfari vill nýta sér þekkingu og reynslu ofangreindra einstak- linga, setur hann sig í samband við íþrótta- fulltrúa Vals sem óskar eftir liðsinni frá við- komandi aðila í ráðinu. Stefán Jóhannsson er til að mynda sér- fræðingur í því hvemig má ná upp sprengikrafti og auka stökkkraft. Og hvernig handahreyfingar og rétt skref- lengd getur aukið hraða leikmanna. Hörð- ur Hilmarsson, sem hefur mikla reynslu af þjálfun, er sérfræðingur í árangurssál- fræði, miðvallarspili, leikfræði og fleim. Þá segir það sig sjálft að menn á borð við Sævar Jónsson og Guðna Bergsson ættu að geta stoppað í göt í vömum Vals- manna, í öllum flokkum, með góðum ráð- um. Eins og vera ber er af nógu að taka og ég sé fyrir mér að einstaklingar í fagráð- inu geti fylgst með æfingum, haldið fyr- irlestra, stjórnað æfingum sem lúta að sérfræðiþekkingu viðkomandi, séð um séræfingar utan æfingatíma, t.d. í hádeg- inu, kennt markmiðssetningu og svo mætti lengi telja. Sumt verður aldrei lært í bókum og þótt einstaklingur fari í gegnum alla þjálfaraskóla og námskeið sem hugsast getur kemur fátt í staðinn fyrir mikla reynslu og það að vera í sigursælu liði. Valsmaður sem á tugi landsleikja að baki, 200 leiki í efstu deild auk fjölda ís- lands- og bikarmeistaratitla getur miðlað miklu til þeirra sem iðkar knattspymu að Hlíðarenda í dag. Með því að virkja virta og sigursæla Valsmenn með þessunt hætti (sem hafa einhverra hluta vegna ekki lagt fyrir sig þjálfun) tel ég að við munum í sameiningu lyfta Val upp á ákveðinn stall. Mikil og breið samstaða mun myndast, heildræn hugsun í þjálfun, markmiðssetningu og árangri mun eiga sér stað og síðast en ekki síst munu ALLIR knattspyrnuiðkendur hjá Val finna að verið sé að vinna með þá á já- kvæðan hátt svo þeir geti náð enn betri árangri innan vallar sem utan. Þeir sem telja sig hæfa til að vera í fagráðinu geta sent undirrituðum tölvu- póst í andi@andi.is og að sama skapi em allar ábendingar vel þegnar. „Þjálfarar og leikmenn munu njóta leiðsagnar reyndra leikmanna, “ segir Þorgrímur Þráinsson. 74 Valsblaðið 2003

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.