Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 78

Valsblaðið - 01.05.2004, Síða 78
Ungir Valsarar Sveinn Skorri er 17 ára og hefur æft með Val síðan hann var sjö ára. Hjá honum kom aldrei annað félag en Valur til greina enda býr hann í Valshverfi og allir félagar hans voru í Val. - Hvaða hvatningu og stuðning hef- ur þú fengið frá foreldruni þínum í íþróttum? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá foreldrum mínum við iðkun íþrótta. Ég byrjaði að æfa fótbolta í 7. flokki og handbolta í 6. flokki. Ég valdi að stunda bara handbolta eftir að ég lauk við 3. fl. karla, enda æfingar og keppni þá orðin mjög tímafrek ef á að stunda þetta með námi. Ég tel að stuðningur foreldra skipti höfuðmáli. Hvað þá sérstaklega á byrj- unarárum. Pabbi var í unglingaráði knattspyrnudeildar allan þann tíma sem ég æfði fótbolta eða í tæp 10 ár.“ - Segðu frá skemmtilegum atvikum úr boltanum. „Ferðin sem við fórum til Vestmanna- eyja í fyrra í 3. flokki í bikamum er mér ofarlega í minni um fyndin atvik. Við urðum veðurtepptir og þurftum að gista eina nótt. Svo var ákveðið þegar í ljós kom að ekki yrði flogið að við skyldum fara með Herjólfi. Tilhlökkunin í mönn- um við að komast heim var mikil í byrj- un ferðar. En það breyttist fljótt. Nánast allir veiktust og meirihluti ældi. Einn meira segja svo mikið að hann þurfti að fara heim í keppnisstuttbuxum. Við mið- bik ferðarinnar er ég ráfandi urn skipið kengboginn í baki sökum veikinda heyri ég þá eitthvert trall á milli æluhljóðanna sem yfirgnæfa skipið. Lít ég í átt að mat- salnum og sé þar Ægi Þór Ægisson koma aðvífandi með bros á vör borðandi rjómaís með mikilli list. Þetta var ekki svo fyndið þá, þar sem ég ældi næstum því við það eitt að sjá ísinn, en svona eft- ir á að hugsa var e-ð fyndið við þessa sjón. Nú þegar ég minnist á ís man ég einnig eftir einni æfingu í fótboltanum að vetri til, sem var hlaup í Öskjuhlíðinni og svo lyftingar. Það var einn nýbyrjaður að æfa með okkur og dróst hann fljótt á eftir okkur úr hópnum og villtist. Kom hann svo u.þ.b. 20 mínútum á eftir okkur útataður í ís. Aðspurður útskýrði hann að þegar hann villtist ákvað hann að labba að Perlunni og reyna að fmna leiðina að Valsheimilinu þaðan. En úr því að hann var kominn í Perluna gerði hann sér lítið fyrir og keypti sér ís fyrst hann var nú korninn þangað og hann nokkuð svangur. Þessari útskýringu var þjálfarinn minn, þá Þór Hinriksson, lítt hrifmn af.“ - Hvað þarf til að ná langt í hand- bolta eða íþróttum almennt? „Ef maður ætlar sér að ná langt verður maður að vera samkvæmur sjálfum sér, stunda heilbrigt lífemi, hafa aga og vera bjartsýnn. Ég held að það sé það sem gildir. Ætli maður þurfi ekki bara að skjóta meira. Þeir skora sem skjóta og mörkin telja." - Hvers vegna handbolti, hefur þú æft aðrar greinar? „Spenna, hraði og stemning. Hvort sem þú ert eldheitur áhorfandi eða bara villtist inn í húsið þá hrífur þig ekkert meira en hraður spennandi leikur. Hver og einn sem horfir á er þátt- takandi. Ahuginn fer ört vax- andi erlendis (á undir högg að sækja hér á landi en ríf- ur sig fljótt upp) og þró- ast mikið milli ára. „Sí- breytilegur" er gott orð yfir handbolta og hann er aldrei eins. Ég hef æft fót- bolta og prófað margar aðrar íþróttir þótt ég hafi ekki s t u n d a ð æfingar r e g 1 u - iega.“ - Hverjir eru þínir framtíðar- draumar í handbolta? „Draumurinn væri að vinna nokkra Is- landsmeistaratitla með meistaraflokki, kíkja í atvinnumennskuna og reyna að notfæra sér það sem maður hefur lært við það að iðka íþróttir í frábærum fé- lagsskap hjá góðu félagi eins og Valur er. Ég vona að ég eigi enn mörg góð og skemmtileg ár eftir hjá Val.“ . - Er einhver þekktur Valsari í fjöl- skyldu þinni. Hvernig hefur pabbi þinn komið að félagsmálum hjá Val? „Guðjohnsen-feðgarnir eru skyldir mér. Ætli þeir séu ekki þeir þekktustu. Pabbi (Höskuldur Sveinsson) var gjald- keri unglingaráðs í tæp 10 ár og starfaði mikið í foreldraráðum allra flokka, sem ég hef æft með. Hann hefur unnið mikið á vegum foreldra í félaginu. Það er alveg ljóst að framlag foreldra skiptir miklu máli hjá félagi eins og Val.“ - Hver stofnaði Val og hvenær? „Séra Friðrik nokkur Friðriksson þann 11. maí 1911“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.