Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 27
27
hjá kennimönnum sínum, pótt í öðrum löndum sjeu.
Mönnum gefst kostur a aö sjá kennsluhús og kennsluá-
höld í því landi, er fundurinn er í, og má vera að eigi
sje svo lítið gagn að því, er heim kemur. |>á er það
alls eigi þýðingarlaust, að kennurum gefst við það tæki-
færi óvenjulega góður kostur á að ijpta sjer upp og hrista
af sjer skólarykið. Jeg er viss um að margur kennari
hefur komið heim eigi að eins fróðari, heldur og glað-
ari í hug og með meiri áhuga á starfi sínu, en er hann
fór að heiman, og að hann hefur fengið enn skýrari
sjón en áður á því, live þýðingarmikið það er.
Að því er oss íslendinga snertir, þá ætla jeg að
vjer getum því meir lært af förum á slíka fundi, sem
vjer erum skemmra á veg komnir og afskekktari, og
skaða tel jeg það, að fleiri skyldu ekki verða til farar-
innar, en urðu. Yíir höfuð tel jeg það mikinn skaða,
hve lítill kostur kennurum gefst á að kynnast kennslu-
málum annarstaðar. |>að getur varla heitið að kenn-
arar sjeu enn styrktir hjer eins og annarstaðar tíðkast,
til þess að takast á hendur ferðir í þeim tilgangi, og
vita þó allir að þær ferðir eru dýrari fyrir oss en flesta
aðra. En afleiðingin af þessu verður sú, að kennurum
er hjer um bil nauðugur einn kostur að sitja heima
eða að roinnsta kosti taka flestir þann kost.
í Danmörku eins og í öðrum lúterskum löndum
má segja að færi að skína af nýjum degi fyrir almenn-
ingi með siðbótinni, þótt birtan færðist hægt yfir. Sið-
bótin hafði það í för með sjer, að meiri gaum varð að
gefa fræðslu almennings, en verið hafði í kaþólskum sið.
í>ó voru það einkum og nær því eingöngu latíuuskólarnir,
sem siðbætendur sneru sjer fyrst að. Kirkjuordinantían
skipar vendilega fyrir um latínuskóla, en í fljótu bragði
sýnist sem bún líti ekki hýru auga til annara skóla,
því að í benni segir, ad í hverjum kaupstað skuli að