Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 30

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1891, Side 30
30 mikið framfarastig. Með stofnun þeirra var það viður- kennt, að ríkið ætti að sjá um fræðslu almennings, enda var og brátt farið að gefa henni enn meiri gaum af þess hálfu. Kristján YI. hafði og mikinn hug á alþýðufræðslu og hjelt fram starfi föður síns. Árið 1732 voru þegar stofnaðir 11 skólar á Sóreyjargóssum í líking við það, sem gjört liafði verið á konungsgóssunum, og svo var ti) ætlazt, að slíkir skólar væru stofnaðir um land allt. Yoru nefndir settar til að rannsaka málið og komust þær að þeirri niðurstöðu, að ekki mundi veita af að stofna 548 nýja skóla. Litlar kröfur voru gjörðar til kunnáttu kennaranna, og einn nefndarmanna lagði á móti því, að stúdentar væru teknir fyrir kennara, því að sjeu þeir siðspilltir, leiði þeir börnin á glæpastigu, en sjeu þeir duglegir, noti presturinn þá til þess að prjedika fyrir sig, en láti þá vanrækja skólann. Ólœrðir skólahaldar- ar láti sjer nœgja með minni laun, og gefi fremur gaum að umvöndunum prestsins. Auk þess sje hægra að víkja þeim frá starfi, en stúdentum, sem eigi muni taka slíkt til þakka. Jeg hef fært þetta til, af því að einmitt nú meira en hálft annað hunðrað árum síðar klingir sama hjallan hjá sumum hjer, sem ekki er gefið um þessa lærðu skólakennara, af því að þeir muni verða heimtufrekir og óþjálir. Skólanefndirnar unnu um hríð, og 23. janúar 1739 kom út tilskipun um sveitaskóla; voru svipuð ákvæði hennar og þau, er jeg hefi áður nefnt. Eins og hjer vill hrenna við, var örðugt að fá tekjur handa skólum þessum, og skyldi þeim smalað saman á ýmsan hátt, þar á meðal með því að leggja nefskatt á ógift fólk. Aðalkosturinn við tilskipun þessa var sá, að hún átti að gilda fyrir land allt. En þegar til framkvæmda

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.